Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Qupperneq 105

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Qupperneq 105
seint mun það gert svo öllum líki. Mér sýn- ist Kristján J. Gunnarsson lítt til slíks vanda vaxinn og slíkt verk ætti ekki að leggja í hendur eins manns. Þótt heildarstefnan í uppsetningu bókar- efnisins miði í rétta átt, er efnisval og öll gerð bókarinnar með þeim liætti, að kennslunot hennar hljóta, vægast sagt, að vera mjög takmörkuð. Jón jrá Pálmholti Kínabók síðastliðnu hausti fékk Magnús Kjart- ansson, ritstjóri Þjóðviljans, tækifæri til að skyggnast bak við bambustjaldið, er Alþýðublaðið í Peking, Renmin Ribao, bauð honum og konu hans til Kína. Þegar hann kom heim úr ferð þessari ritaði hann bók, er Heimskringla gaf út fyrir áramót- in.1 Bók þessi er að efni og uppbyggingu til í svipuðu sniði og fjölmörg önnur rit blaða- manna um ferðir í framandi löndum. Hún er að miklu leyti ferðasaga bvað uppistöðu snertir, þar sem hún er frásögn um ferðina sjálfa og lýsing á því sem höfundur sér og beyrir á ferðalaginu. Þó er það engan veg- inn tilgangur hans að semja ferðasögu heldur að greina frá ástandi og horfum í Kína eftir því sem efni standa til. Heim- ildir hans eru að verulegu leyti upplýsing- ar sem hann aflaði sér á ferðalaginu, bæði frásagnir Kínverja, er hann komst í kynni við, og hans eigin sjón og raun. Aðrar heimildir notar hann lítið, en hefur þó hliðsjón af allmörgum ritum annarra höf- unda til samanburðar við eigin reynslu. Þar sem kunnugt er að höf. er samherji og a. m. k. að nokkru leyti skoðanabróðir 1 Magnús Kjartansson: Bak viS bambus- tialdiS. Heimskringla 1964. Umsagnir um bœkur Mao Tse-tungs munu margir þeir er taka bókina í hönd, þykjast geta ráðið nokkuð í efni hennar og anda, áður en þeir opna hana. En í þessu tilfelli eins og í mörgum öðrum reynist varhugavert að draga álykt- anir að órannsökuðu máli. Höfundur dregur sannarlega enga dul á samúð sína með stefnu og stjórn kínverskra kommúnista. Hann segir frá miklum afrek- um þeirra á sviði efnahags- og menningar- mála, en reynir þó með engu móti að lýsa hinu kínverska þjóðfélagi sem paradís á jörðu eða fyrirmynd allra annarra. Hann dregur ekki fjöður yfir þá staðreynd að Kínverjar séu að ýmsu leyti skammt á veg komnir og að almenningur austur þar verði að leggja mikið að sér og eigi við kröpp kjör að búa í samanburði við það sem gerist í Vestur-Evrópu og Norður- Ameríku. Jafnframt tekur hann það auð- vitað fram að slíkur samanburður sé einsk- is virði, ef meta skal árangur af stjórn kommúnista í Kína. Það eina sem vit er í er samanburður við ástandið í landinu sjáifu, þegar núverandi stjórn tók við völd- um. Mikið hefur verið ritað um Kína á síð- ustu árum, og eru höfundarnir niargir hverjir engir vinir kommúnista, en flestir þeirra láta þó mikið af framförum þar, einkum á sviði vísinda og iðnaðar. Ymsir inikilsvirtir stjórnmálamenn og hershöfð- ingjar í Bandaríkjunum líta á Kína sem liætlulegan andstæðing og keppinaut. Með því viðurkenna þeir að Kína er orðið sterkt og voldugt stórveldi, en allir vita að fyrir 15 árum var ástandið þar þvílíkt, að ekki kom til mála að telja það með stórveldum. Verður því ekki komizt hjá því að álykta, að stjórnin hafi dugað til einhvers. Með hliðsjón af þessum staðreyndum verður ekki annað séð en að höfundur ofannefndr- ar bókar hafi síður en svo borið oflof á Kínverja eða stjórn þeirra. í því efni er 407
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.