Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Side 107

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1964, Side 107
verk einstaklingsins í sköpun hinnar al- mennu sögu. Honum hættir til að leysa hann undan þunga hins félagslega deter- minisma og þar af ieiðandi að hefja hann upp yfir aðstæður annarra manna. Því er minnzt á þessi atriði hér að fyrir rúmu ári kom út ævisaga De Gaulle sem Þorsteinn Thorarensen hefur tekið saman.1 Ekki verður því á móti mælt að De Gaulle er persóna sem verðskuldar að eiga sér ævisögu á sem flestum tungum heims. Hann hefur átt meiri þátt í því en nokkur annar stjórnmálamaður að móta sögu Frakklands síðasta aldarfjórðunginn, allt frá því er hann gekk inn á sviðsljós heims- málanna vorið 1940. Það liggur í hlutarins eðli að persónusaga þessa manns, er sumir kalla mesta stjórnmálamann vorra tíma, er óaðskiljanleg örlögum frönsku þjóðarinnar. Bók sem honum er helgttð á að geta veitt lesandanttm innsýn í almenn pólitísk vanda- mál hins franska þjóðfélags síðustu ára- tugina. Og viðbrögð stjómmálaleiðtogans De Gaulle við þeim er öruggasti mæli- kvarðinn sem ævisagnaritarinn hefttr yfir að ráða til að meta og vega framlag hans, jafnt hið neikvæða sem hið jákvæða. Það verður ljóst af lestri þessarar ævi- sögu, að höfundurinn hefur mikla aðdáun á sögupersónu sinni. Það er síður en svo ámælis vert, en hitt er verra, að við samn- ingu hennar virðist hann ltafa stuðzt mjög einhliða við endttrminningar De Gaulle. Að því er bezt verður séð eru nokkrir kaflar bókarinnar ekki annað en stytt þýð- ing þeirra. Þetta á ekki hvað sízt við um kaflana sem fjalla um baráttu De Gaulle á stríðsárunum og stjórnarforystu hans eftir frelsun Frakklands, — ainmitt það tímabil sem Stríðsminningar hans ná yfir. 1 De Gaulle, ævisaga eftir Þorstein Thor- arensen. Setberg 1903. Tlmsagnir um bœkur Með þessum vinnubrögðttm verðttr lesand- inn að sönntt ntargs vísari ttm túlkun lters- höfðingjans á atburðarásinni og persónu- legar hugmyndir hans, og vissttlega ertt þær snar þáttur í æði mannsins; en hitt er augljóst að á þeim verðttr ekki reist lilutlæg, söguleg frásögn, og það því síður sem stjómmálahugmyndir De Gaulle hafa löngum skipt samlöndum hans í andstæðar fylkingar. Eftir lestur bókarinnar verður ekki komizt hjá þeirri niðurstöðu að hún sé misheppnuð frá sjónarmiði hlutlægrar sagnfræði, en túlki á hinn bóginn allvel hugmyndir De Gaulle ttm gang þeirra inála sem hann hefur haft mest afskipti af. Þá hefði verið ákjósanlegra að gefa út Endur- minningar hans — sem eru meistaralega skrifaðar — í óstyttri þýðingu. Engum kemur til hugar að heimta sagnfræðilega lilutlægni af sjálfsævisagnaritara, en sá sem ritar ævisögu annars manns kemst ekki hjá því að standa henni reikningsskil. Þorsteini Thorarensen hefur m. ö. o. ekki tekizt að fjarlægjast sögupersónu sína nægilega til þess að geta greint hana í hinu gagnrýnandi ljósi sagnfræðinnar. Allt sögusviðið hirtist honum gegnum gleraugu De Gaulle. Við það raskast hlutföllin svo gífurlega að De Gaulle virðist standa einn andspænis frönsku þjóðinni, ef ekki öllum heiminum. Hann birtist ekki aðeins í líki foringjans — sem hann er ótvírætt — held- ttr og frelsarans er forsjónin hefur kallað til að sameina frönsku þjóðina á neyðar- stund, bjarga henni undan stjórnleysi flokk- anna og þingræðisins og leiða hana fram til sigurs á vettvangi heimsstjómmálanna. Höfttndurinn virðist hafa blindazt af þessu metafysiska viðhorfi De Gaulle til síns eigin hlutverks eða köllunar. Ilann hefur heillazt af persónu hans og penna, gengið honum gersamlega á vald og gerzt ógagn- rýninn lofberi hans. Sjálfstæðar atliuga- semdir frá hendi höfundar heyra til undan- 409
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.