Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Qupperneq 29
Kalt stríð
meirihluta ævinnar fjarri æskustöðvunum, varð hann nú gagntekinn af hinni
þægilegu kennd þess, sem er að koma heim eftir langa fjarveru. Strax á heið-
arbrúninni, þegar fjallahringurinn umhverfis dalinn blasti við, þegar hann
andaði að sér birkiilminum, sem dalurinn var barmafullur af þennan júní-
morgun, fann hann þessa kennd koma yfir sig, kennd, sem hann hafði annars
haft lítið af að segja í sambandi við síðari dvalarstaði. Hvað fólst í þessari
djúpu tilfinningu: öryggi, friður, lotning? Hvað sem um það var: hér var
tvímælalaust að verki sú ramma taug, sem tengir menn við þá mold, sem þeir
eru sprottnir úr. Kannski ætlast náttúran til, að þeir beri þar einnig beinin.
Hreggviður þekkti hvert smáatriði þess sjónarsviðs, sem við honum blasti.
Þó voru býlin stórum betur hýst en verið hafði á uppvaxtarárum hans og
ræktun meiri. Sími lá heim á hvern bæ. Efnahagur var sýnilega orðinn stór-
um betri og þá væntanlega líðan fólks líka. Vegurinn inn dalinn var reyndar
ekkert sérlega vandaður, en mjólkurbílnum skilaði þó greitt áfram, svo að
hann var innan við hálftíma að fara leið, sem áður hafði tekið tvo til þrjá
tíma á hestbaki.
„Þá erum við nú að komast á leiðarenda,“ sagði bílstjórinn, þegar fram
undan blasti við þeim reisulegt íbúðarhús steinsteypt og málað og stór pen-
ingshús engu óreisulegri, einnið máluð og snyrtileg. Þetta var Bugkot, næsti
bær utan við Fagradal, fæðingarbæ Hreggviðs, nú eyðijörð undir Bugkot.
Það höfðu orðið mikil umskipti á þessum tveim jörðum, frá því Hreggviður
var að alast upp. Þá var Fagridalur talinn með betri jörðum í sveitinni, enda
hafði löngum verið búið þar þrifabúi. Fagridalur var innsta jörðin vestan
megin ár. Jörðin var kennd við afdal, er gekk suðvestur úr aðaldalnum, gras-
gefinn og hið ágætasta haglendi. Var sauðfé því jafnan vænt á þessum bæ
og þó létt á fóðrum, því að útbeit var góð á vetrum. Bugkot hafði hins vegar
verið sannkallað kot, landlítið og kostarýrt, og þar hafði jafnan búið um-
komulítið fólk. En með nýjum búnaðarháttum hafði matið breytzt á þessum
tveim jörðum. í Bugkoti var undirlendi allmikið — óræktarmóar, en gróður-
mold djúp — á nesi því, er myndaðist, þar sem Dalsá féll í stórum sveig yfir
að austurhlíð dalsins. Við þennan sveig eða bug var bærinn kenndur. Þarna
var tilvalið land til ræktunar, þegar nýtízku jarðvinnsluvélar voru komnar til
sögunnar. Þetta hafði ungur búfræðingur séð og reist bú á kotinu. Það var
fyrir einum tuttugu árum. Nú var hann búinn að breyta kotinu í hið blóm-
legasta býli með stóru túni, vel hýst og vel búið að tækjum. í Fagradal var
hins vegar lítið undirlendi, tún hólótt og sendið og yfirleitt land óheppilegt
til ræktunar heima um. Það voru því ekki sérlega góð skilyrði til nýtízku bú-
267