Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Síða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Síða 29
Kalt stríð meirihluta ævinnar fjarri æskustöðvunum, varð hann nú gagntekinn af hinni þægilegu kennd þess, sem er að koma heim eftir langa fjarveru. Strax á heið- arbrúninni, þegar fjallahringurinn umhverfis dalinn blasti við, þegar hann andaði að sér birkiilminum, sem dalurinn var barmafullur af þennan júní- morgun, fann hann þessa kennd koma yfir sig, kennd, sem hann hafði annars haft lítið af að segja í sambandi við síðari dvalarstaði. Hvað fólst í þessari djúpu tilfinningu: öryggi, friður, lotning? Hvað sem um það var: hér var tvímælalaust að verki sú ramma taug, sem tengir menn við þá mold, sem þeir eru sprottnir úr. Kannski ætlast náttúran til, að þeir beri þar einnig beinin. Hreggviður þekkti hvert smáatriði þess sjónarsviðs, sem við honum blasti. Þó voru býlin stórum betur hýst en verið hafði á uppvaxtarárum hans og ræktun meiri. Sími lá heim á hvern bæ. Efnahagur var sýnilega orðinn stór- um betri og þá væntanlega líðan fólks líka. Vegurinn inn dalinn var reyndar ekkert sérlega vandaður, en mjólkurbílnum skilaði þó greitt áfram, svo að hann var innan við hálftíma að fara leið, sem áður hafði tekið tvo til þrjá tíma á hestbaki. „Þá erum við nú að komast á leiðarenda,“ sagði bílstjórinn, þegar fram undan blasti við þeim reisulegt íbúðarhús steinsteypt og málað og stór pen- ingshús engu óreisulegri, einnið máluð og snyrtileg. Þetta var Bugkot, næsti bær utan við Fagradal, fæðingarbæ Hreggviðs, nú eyðijörð undir Bugkot. Það höfðu orðið mikil umskipti á þessum tveim jörðum, frá því Hreggviður var að alast upp. Þá var Fagridalur talinn með betri jörðum í sveitinni, enda hafði löngum verið búið þar þrifabúi. Fagridalur var innsta jörðin vestan megin ár. Jörðin var kennd við afdal, er gekk suðvestur úr aðaldalnum, gras- gefinn og hið ágætasta haglendi. Var sauðfé því jafnan vænt á þessum bæ og þó létt á fóðrum, því að útbeit var góð á vetrum. Bugkot hafði hins vegar verið sannkallað kot, landlítið og kostarýrt, og þar hafði jafnan búið um- komulítið fólk. En með nýjum búnaðarháttum hafði matið breytzt á þessum tveim jörðum. í Bugkoti var undirlendi allmikið — óræktarmóar, en gróður- mold djúp — á nesi því, er myndaðist, þar sem Dalsá féll í stórum sveig yfir að austurhlíð dalsins. Við þennan sveig eða bug var bærinn kenndur. Þarna var tilvalið land til ræktunar, þegar nýtízku jarðvinnsluvélar voru komnar til sögunnar. Þetta hafði ungur búfræðingur séð og reist bú á kotinu. Það var fyrir einum tuttugu árum. Nú var hann búinn að breyta kotinu í hið blóm- legasta býli með stóru túni, vel hýst og vel búið að tækjum. í Fagradal var hins vegar lítið undirlendi, tún hólótt og sendið og yfirleitt land óheppilegt til ræktunar heima um. Það voru því ekki sérlega góð skilyrði til nýtízku bú- 267
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.