Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Side 34

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Side 34
Tímarit Máls og menningar ar nesinu sleppti. Landið var smáhæðótt, vaxið íjalldrapa, og lágu birki- kjarri. 1 lægðunum voru víða gulir víðirunnar. Hér og þar voru blásnir inel- kollar. Laufið á birkinu var ennþá ljóst og vorlegt. Það stóðu á því dropar eftir næturregn og glitruðu í morgunsólinni. Mikil angan var í lofti. Mest bar á birkiilminum, en reyr og lyng álti líka sinn þátt í að krydda loftið. Sérhver ilmjurt lagði fram sína Ijúfustu angun sólinni til vegsömunar. Hvergi á jarð- ríki er eins dýrlegur ilmur úr jörðu og í norðlenzkum dal á júnímorgni eflir næturregn. Hreggviður naut þess að finna volga suðvestangoluna leika urn andlitið. Það var orðið langt síðan honum hafði verið strokið svo hlýtt um vanga. Hann var þakklátur í huga fyrir það, hve æskustöðvarnar tóku vel á móti honum, og hann minntist þess, hve marga slíka júnímorgna hann hafði lifað fyrr á árum. Skammt innan við Bugkot fór hann yfir gömlu landamerk- in. Hann var kominn á sínar heimaslóðir, þar sem hann þekkti hverja mishæð, hverja bugðu á götunni. Hvað eina bar í sér keim löngu liðinna daga. Hvert sem hann leit, livar sem hann festi augun á, spruttu minningarnar upp, gengu út úr hólum og steinum eins og náttúruandar. Ljósast af öllu sá hann einn piltunga, sem hann kannaðist við. Hann skoppaði þarna um móa og börð álíka nákominn náttúrunni þarna í heimahögum sínum og féð og fuglarnir kringum hann. Hreggviði fannst hann vera sér fjarlægur, enda heil manns- ævi, sem skildi, en óefað lá þó einhver leyniþráður á milli þeirra. Hreggviður vaknaði af leiðslunni við árnið úr nokkrum fjarska. Þá veitti hann því eftirtekt, að umhverfis hann rikti að öðru leyti dauðaþögn. Dauða- þögn er reyndar ekki rétt orð um fjallakyrrð á sólbjörlum júnímorgni. Sú þögn er mögnuð krafti og tign, fyllir hugann öryggiskennd og fögnuði. Hún er friður lífsins, ekki dauðans. Samt kom hún að öðrum þræði ónotalega við Hreggvið, því að hann hafði undirniðri búizt við allt öðru. Hann hafði vænzt þess að heyra dýrlegan söng. Móarnir utan við Fagradal höfðu verið sann- kallað óskaland fuglanna. A morgnum sem þessum hafði verið gaman að eiga þar leið um. Þá umdi himinn og jörð af fugiasöng. Sólskríkjan lyfti sér syngjandi hæð af hæð. Steindepill valdi sér klelt eða urð að bakgrunni til að fá nægilega skæran hljóm í söng sinn. Þrösturinn leitaði hins vegar inýkri idjómblæs í birkikjarrinu. Spóinn renndi sér um bláloftið og velldi fjálglega með glæsilegu flúri. Meira að segja rjúpan, sem ekki er þó gefin fögur söng- rödd, kvakaði þýtt og ljúflega, þar sem hún rann í stuttum sprettum undir laufþaki fjalldrapans. Otalinn er enn sjálfur söngsnillingurinn meðal mófugl- anna, lóan. Þessi yfirlætislausi fugl telst ekki til hinna rómuðu söngfugla iieimsins, og lag hans er fábrotið og skraullaust. F.n enginn fugl stendui* ís- 272
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.