Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Page 44

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Page 44
Tímarit Máls og menningar að okkur dagi uppi hér á Kambi. En okkur hefur alltaf liðið vel, guði sé lof, þó að við hefðum hvorki rafmagn, ísskáp né bíl. Kannski jafnvel betur en ýmsum, sem hlaupa eftir nýjungunum.“ Nú komu systkinin heim frá rúningnum, og þegar þau voru búin að ræsta sig eftir þetta óþrifalega starf, var setzt við dúkað borð í miðbaðstofunni. Húsfreyja bar inn fat með heitu hangikjöti sneiddu og köldum magál. Einnig skál með kartöfluj afningi. „Við reynum að lifa á landinu," sagði Þráinn, um leið og hann bauð gesti sínum að taka til matar síns. „Þetta hangikjöt er af fé, sem gengið hefur í okkar högum. Það er reykt við mó og birki úr okkar landi. Kartöflurnar eru ræktaðar í garðinum okkar, og á eftir sé ég, að við eigum að fá skyr kryddað safanum úr laufi og hrísi hér á dalnum. Það er gott land, sem við eigum. Það þarf aðeins að fá að njóta sinna sérkenna. Og ég hef alltaf grun um það, að manni verði bezt af því, sem upprunnið er í heimahögunum.“ Hreggviður varð að játa, að hangikjötið hefði annan keim en það, sem fékkst í höfuðborginni. Sérstaklega naut hann þess þó að bragða aftur sinn gamla átthagarétt, reykta magálinn. Hið sterka og sérkennilega bragð minnti hann á lönguliðna tyllidaga og jól. Þegar máltíðinni var lokið, stóðu konurnar upp frá borðinu, en karlmenn- irnir dokuðu við eftir kaffi. Þegar húsfreyja var húin að hella í bollana, gekk Þráinn bóndi að litlum skáp, tók út úr honum vindlakassa danskan, opnaði hann og rétti að Hreggviði. „Sígar?“ spurði hann. Hreggviður þáði vindilinn með þökkum, þó að hann væri lítill reykinga- maður. Honum þótti vindlailmur þægilegur. Þráinn lét fara vel um sig í sætinu. Og þegar kominn var góður eldur í vindilinn hans, tók hann til máls: „Þú átt að baki langa ferð, Hreggviður, ef mælt er í kílómetrum, og enn lengri þó í öðrum skilningi. Þú fluttist alfarinn úr Fagradal fyrir tæplega hálfri öld og hefur lifað tvenna tímana. Ef ég má nota hina gömlu og góðu samlíkingu og líkja framvindunni við straumvatn, þá hefur sú elfur rutt sig hraustlega og heljað fram með ofsahraða og jakaburði. Þú fagnaðir þessari leysingu, fylgdist með straumnum og gerðist sjálfur virkt afl í framrásinni. Mér stóð aftur á móti stuggur af hamförunum, og ég bjargaði mér upp í hólma, þar sem ég hef setið síðan. Nú hefur þú á gamalsaldri tekizt á hendur ferð upp með straumi tímans og litið út í þennan hólma. Mér er þess vegna nokkur forvitni á að heyra, hvernig þér þykir að vera hingað kominn.“ 282
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.