Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Page 45

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Page 45
Kalt strlíf HreggviÖur saug vindilinn hugsi og svaraði síðan: „Mér þykir það einkar notalegt.“ „Hálftgert goðsvar, Hreggviður,“ sagði Þráinn, „enda kannski ófróðlega spurt. Ég hef reyndar ekki gert víðreist, en ég hef samt reynt að glöggva mig á þeim aldahvörfum, sem orðin eru, og því, hversu gersamlega ég er orðinn viðskila við þá þróun. Ég þarf reyndar ekki annað en að líta til nágranna minna. Þegar þeir bylta jörðinni með dráttarvélum og jarðýtum, ber ég skarn á hóla. Þegar þeir hyggja úr sementi og járni, hleS ég úr torfi og grjóti. Þeg- ar þeir sitja við útvarpið og hlusta á búnaðarþætti, les ég í bók. ÞaS fer ekki heldur fram hj á mér, aS sveitungarnir eru farnir aS líta á mig eins og hlut á byggSasafni. Ég er kannski ekki dagsdaglega aS hiðja afsökunar. En víst er mér ljóst, aS ókunnugur kann aS reka upp stór augu, og þar sem þú ert nú langt aS kominn og auk þess góSvinur og sálufélagi frá æskuárunum, finnst mér eðlilegt, aS ég geri þér nokkra grein fyrir þeim rökum, sem liggja til ráðahreytni minnar.“ „Þakka þér fyrir,“ sagði HreggviSur. „Ég efast ekki um, aS þú hefur gild- ar ástæður. Og ég get ekki heldur sagt, að ég hafi beinlínis rekið upp stór augu og þaðan af síður hneykslazt, þegar ég sá, hversu fastheldinn þú ert á forna búskaparhætti. Ég hef sjálfur sitthvað aS athuga viS þá þróun, bæði efnahagslega og andlega, sem orðið hefur um okkar daga hér á landi, enda þótt ég hafi af minni litlu getu gerzt virkur þáttur í henni, eins og þú segir. En vissulega er margt stórgott um hana, og ég hef litiS svo á, aS hún væri aS minnsta kosti óhj ákvæmileg.“ ÞaS hnussaði ofurlítiS í Þráni. „Óhjákvæmileg,” át hann eftir. „ÞaS er mikiS notaS orS nú á dögum og aS mínu viti of mikiS. Ég er nú sjálfsagt aftur úr í söguskilningi eins og fleiru, en mér finnst alltaf vafasamt aS segja um óorðna hluti, aS þeir séu óhjákvæmilegir. Ég held mér viS gamla mál- tækiS, aS þar sem viljinn er, þar er vegurinn. En sleppum því. Ég ætlaSi aS segja þér svolítiS af mínum högum. Og þaS má skjóta því inn í, aS þeir eru eins og þeir eru, af því aS ég hef viljaS þá svona. ASrir hafa snúizt öðruvísi viS svipuðum aSstæSum. ÞaS er þá réttast aS byrja skýrsluna á því aS geta þess, sem þér er reyndar vel kunnugt um, aS ég tók við skuldlausu búi og blómlegu á þeirra tíma vísu og hafði þar aS auki alizt upp viS þá hagspeki, aS varlega bæri aS fara í hvers konar fj árfestingu, eins og þaS nú er kallaS, og gæta þess jafnan aS lifa ekki um efni fram. Ég fylgdi þessum meginreglum trúlega og tókst aS komast stórslysalaust fram úr kreppu og fjárpestum. Þegar vélvæðing land- 283
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.