Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Side 48

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Side 48
Tímarit Máls og menningar „Lítið til fuglanna í loftinu, hvorki sá þeir né uppskera, sagði frelsarinn. Það er kannski þess vegna, að þú hefur svona miklar mætur á þeim.“ Hregg- viður reyndi aftur að fá léttari tón í samtalið. En það var ekki á hverjum degi, að Þráinn fékk tækifæri til að létta á hjarta sínu, og enn sjaldnar, að hann liefði fornvin að viðmælanda. „Já,“ sagði hann, „ég hef mætur á fuglunum. Þeir eru, ef svo má segja, mín sérgrein. En þar að auki hef ég reynt að glugga í ýmis önnur fræði, eftir því sem tími og ófullkomin málakunnátta leyfði. Ég hef víst reynt að halda í heiðri þá hefð íslenzkra bænda að reyna að bera skyn á allt milli himins og jarðar annað en landbúnað. Sú hefð er nú reyndar að snúast við. Bændur nú- tímans eru hættir að bera skyn á nokkurn hlut nema landbúnað. Ég segi það ekki þeim til hnjóðs. Þeim er nauðugur einn kostur. En hitt er rétt að láta sér ekki sjást yfir, að með þeirri kynslóð, sem nú er að deyja út, verður al- dauða sú bændastétt, sem byggt hefur Island frá öndverðu og borið uppi ís- lenzka þjóðarvitund. Úr flokki hinna vélvæddu munu ekki fram ganga neinn Ari, Snorri eða Bólu-Hjálmar “ Þráinn leit á vindilinn, sem vav langt til upp reyktur. Hann stóð upp. „Ekki dugar þetta,“ sagði hann. „Skyldan kallar eða öllu heldur féð, sem stendur málþola í réttinni. Nú rekum við á fjall, Hreggviður.“ Þeir tygjuðu sig til ferðar, og húsfreyja fékk þeim hnakktösku með nesti. Hún lánaði Hreggviði skjólgóð föt til að verjast næturkulinu og óskaði þeim fararheilla. „Ég vona, að þú hafir gaman af að koma inn á dalinn,“ sagði hún við Hreggvið, brosleit að vanda. „Það er undur fallegt þar. Við tökum okkur alltaf eina góðviðrisnótt á sumri og förum þangað inn eftir til grasa.“ Þráinn lagði á hesta og setti undir Hreggvið þýðgengan hest og lipran, reiðskjóta húsfreyj unnar. Þegar þeir hleyptu út úr réttinni, var orðið kvöld- sett. Sól átti skammt eftir að fjallabrúnum í norðvestri. Féð var orðið soltið eftir langa innistöðu. Það var því órólegt í rekstri og sótti á að dreifa sér. En Þráinn keyrði það saman í hnapp með duglegum hundi og rak hratt. Leiðin lá fyrst um gróðurlitla mela og rofbörð, þar sem moldarmökkurinn þyrlaðist upp kringum jarmandi fjárhópinn, enda stíga sauðkindur ótrúlega fast til jarðar. Eftir skamma stund vék Þráinn rekstrinum ofan í grösugt nes við ána og sagðist ætla að lofa fénu að grípa niður um stund, það mundi rekast betur á eftir. Þeir rekstursmennirnir stigu af baki í grasbrekku fyrir ofan nesið, og voru þar breiður af sóleyjum og blágresi. Þráinn fleygði sér niður og lét líða úr X 236
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.