Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Blaðsíða 48
Tímarit Máls og menningar
„Lítið til fuglanna í loftinu, hvorki sá þeir né uppskera, sagði frelsarinn.
Það er kannski þess vegna, að þú hefur svona miklar mætur á þeim.“ Hregg-
viður reyndi aftur að fá léttari tón í samtalið.
En það var ekki á hverjum degi, að Þráinn fékk tækifæri til að létta á
hjarta sínu, og enn sjaldnar, að hann liefði fornvin að viðmælanda.
„Já,“ sagði hann, „ég hef mætur á fuglunum. Þeir eru, ef svo má segja,
mín sérgrein. En þar að auki hef ég reynt að glugga í ýmis önnur fræði, eftir
því sem tími og ófullkomin málakunnátta leyfði. Ég hef víst reynt að halda í
heiðri þá hefð íslenzkra bænda að reyna að bera skyn á allt milli himins og
jarðar annað en landbúnað. Sú hefð er nú reyndar að snúast við. Bændur nú-
tímans eru hættir að bera skyn á nokkurn hlut nema landbúnað. Ég segi það
ekki þeim til hnjóðs. Þeim er nauðugur einn kostur. En hitt er rétt að láta
sér ekki sjást yfir, að með þeirri kynslóð, sem nú er að deyja út, verður al-
dauða sú bændastétt, sem byggt hefur Island frá öndverðu og borið uppi ís-
lenzka þjóðarvitund. Úr flokki hinna vélvæddu munu ekki fram ganga neinn
Ari, Snorri eða Bólu-Hjálmar “
Þráinn leit á vindilinn, sem vav langt til upp reyktur. Hann stóð upp.
„Ekki dugar þetta,“ sagði hann. „Skyldan kallar eða öllu heldur féð, sem
stendur málþola í réttinni. Nú rekum við á fjall, Hreggviður.“
Þeir tygjuðu sig til ferðar, og húsfreyja fékk þeim hnakktösku með nesti.
Hún lánaði Hreggviði skjólgóð föt til að verjast næturkulinu og óskaði þeim
fararheilla. „Ég vona, að þú hafir gaman af að koma inn á dalinn,“ sagði
hún við Hreggvið, brosleit að vanda. „Það er undur fallegt þar. Við tökum
okkur alltaf eina góðviðrisnótt á sumri og förum þangað inn eftir til grasa.“
Þráinn lagði á hesta og setti undir Hreggvið þýðgengan hest og lipran,
reiðskjóta húsfreyj unnar. Þegar þeir hleyptu út úr réttinni, var orðið kvöld-
sett. Sól átti skammt eftir að fjallabrúnum í norðvestri. Féð var orðið soltið
eftir langa innistöðu. Það var því órólegt í rekstri og sótti á að dreifa sér.
En Þráinn keyrði það saman í hnapp með duglegum hundi og rak hratt.
Leiðin lá fyrst um gróðurlitla mela og rofbörð, þar sem moldarmökkurinn
þyrlaðist upp kringum jarmandi fjárhópinn, enda stíga sauðkindur ótrúlega
fast til jarðar.
Eftir skamma stund vék Þráinn rekstrinum ofan í grösugt nes við ána og
sagðist ætla að lofa fénu að grípa niður um stund, það mundi rekast betur á
eftir.
Þeir rekstursmennirnir stigu af baki í grasbrekku fyrir ofan nesið, og voru
þar breiður af sóleyjum og blágresi. Þráinn fleygði sér niður og lét líða úr
X
236