Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Page 68

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Page 68
Timarit Aláls og menningar Valur sendi skeytið aftur um hæl: „Ætli það sé þá miklu lakara en þeirra, sem ekki geta ófullir verið fyrir gáfum.“ „Svona, bræður, elskið þið friðinn,“ sagði nú Hreggviður, sem leitt hafði hjá sér umræðurnar og látið sér nægja að stauta kringum gesti sína til að sinna óskum þeirra. „Betur þætti mér, að allir færu ómeiddir af hnútukasti úr þessum gleðskap.“ „Engar áhyggjur, mágur,“ sagði Jarl. „Við Valur höfum skotizt á smá- skeytum án þess að sakaði. Annað mál er það, að ég er dálítið hörundssár fyrir vini mínum Dionysosi. Hann virðist ekki eiga mikla framtíð fyrir sér í velferðarríkinu. Bezt gæti ég trúað, að honum yrði útskúfað þaðan, ef hann hverfur þá ekki sjálfkrafa á brott út úr leiðindum. En ekki sakar kannski að minna á það, að þá fyrst, þegar vínguðinn slæst í för ineð mannfólkinu, fer því að miða eitthvað áfram á framfarabrautinni, eftir að það hafði morrað í hálfa milljón ára eða hver veit hvað lengi í næsta nágrenni við apa. Diony- sos snart manninn með vínviðarsprota sínum og gaf honum nýja sýn, lagði honum í brjóst nýjar óskir, hvíslaði að honum hinu fyrsta ljóði. Mér er sann- arlega til efs, hversu fer um framtíð þessa lánlausa kyns, ef hinn draumlyndi goðsveinn slítur samfylgd við það.“ Líklega hefði þessi ræða orðið eitthvað lengri, enda þótt Jarl væri orðinn nokkuð loðmæltur, ef ekki hefði kveðið við í þessu tónlist frá grammófóni, ekki beinlínis lágvær. Reynir hafði fengið þá hugmynd að leika eitthvert nú- tímatónverk, kannski til að stríða frænda sínum eða þá til að skapa þáttaskil í veizlunni. Hvað sem um það var, heyrðist ekki mannsins mál næsta klukku- tímann, og þegar hið hljómríka verk var loks á enda, tóku gestir að tygja sig til heimferðar. Þó bærði Jarl frá Jarlsstöðum ekki á sér, því að hann var sofnaður vært og varð ekki afturkallaður í bráð til þessa rangsnúna heims. Nokkrum dögum eftir gestaboðið afhenti Hreggviður nefnd þeirri, er for- uslu hafði í barállunni gegn inngöngu íslands í Velferðarbandalagið, and- virði húss síns. Hann lét þess getið við það tækifæri, að hann teldi ástæðu- laust að gera nokkurt veður út af þessu framlagi sínu lil þarflegs inálefnis. Það væri ekki umtalsvert, þó að menn reyndu að gera þegnlega skyldu sína. Viðtakendur sögðu féð koma í góðar þarfir og yrði fyrir bragðið hægt að skipuleggja miklu víðtækari áróðursherferð en ella. Gerðu þeir ráð fyrir, að þegar lokið yrði fundaferðum um landið, yrði haldinn útifundur í höfuð- staðnum, líklega að mánuði liðnum eða þar um bil. 306
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.