Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Page 107

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Page 107
á eitthvað svipaðan hátt og Friðrik Vilhjálmur I, konungur Prússa, sem er sagður hafa hlaupið á eftir þegn- um sínum í Berlín, barið þá með staf- priki og æpt: „Ég vil að ykkur þyki vænt um mig.“ En það er enginn hægðarleikur að telja mönnum trú um að verið sé að bæta lífskjör þeirra meðan konur þeirra og börn eru steikt lifandi í brennandi olíu, eink- um þegar þeir sem að því athæfi standa lifa eins og prinsar (eftir víet- nömskum mælikvarða). Stjórnarvöldin sem berjast gegn skæruhernum eru líklegri til að tala um að gefa bændum land en að gera það í raun og veru, en jafnvel þegar þau koma slíkum endurbótum í verk uppskera þau ekki endilega þakklæti bændanna. Kúgað fólk lætur sér ekki nægja efnahagslegar endurbætur ein- ar sér. Hættulegustu uppreisnarhreyf- ingarnar (eins og bezt sést í Víet- nam) eru þær sem sameina þjóðlegar og félagslegar hvatir. Þjóð sem vill brauð og einnig sjálfstæði er ekki hægt að friða með því einu að auka brauðskammtinn. Bretar snerust gegn byltingarhreyfingu íra eftir 1880 bæði með valdbeitingu og efnahags- legum endurbótum, og varð nokkuð ágengt — en það varð ekki til að stöðva írsku byltingarhreyfinguna sem hrakti þá burt á árunum 1916— 1922. Eigi að síður eru möguleikum skæruhers til að vinna sigur í stríði AfljrœSi skœruhemaSar og Víetnam takmörk sett, þó að hann hafi oftast næg ráð til að bíða ekki ósigur. í fyrsta lagi eiga hernaðaraðferðir skæruliðanna ekki allsstaðar við, og þess vegna hafa þær brugðizt að nokkru eða öllu leyti í sumum lönd- um, til dæmis Malaja og Burma. Innri sundrung og andstæður — þjóð- flokka, trúarbragða osfrv. — í ein- hverju landi eða héraði kunna að binda skæruherinn við einn hluta þjóðarinnar og gera aðra hluta henn- ar sjálfkrafa að heimkynnum gagn- skæruhernaðar. Tökum augljóst dæmi; írska byltingin 1916—22 var í eðli sínu skæruhernaður, hún sigraði í 26 fylkjum en ekki á Norður-ír- landi, þrátt fyrir sameiginleg landa- mæri og beina eða óbeina aðstoð frá suðurhlutanum. (Getum þess rétt sem snöggvast að brezka stjórnin hafði ekki þessa aðstoð að yfirskini til að varpa sprengjum á Shannon-stífluna og reyna þannig að neyða stjórnina í Dublin til að hætta árásum sínum á hinn frjálsa heim.) Enn kann sumar þjóðir að skorta svo mjög reynslu eða hæfa forustu- menn, að víðtækar og alþýðlegar uppreisnir verði barðar niður, að minnsta kosti um stundarsakir. Þann- ig er ef til vill ástatt í Angóla. Eða þá að landslag er hentugt fyrir stað- bundnar skæruaðgerðir, en mjög ó- hentugt samræmdum og almennum skæruhernaði (til dæmis í sumum suðuramerískum löndum að því er 345
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.