Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Síða 115

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Síða 115
menn, og verður þeirri skoðun ekki auðveldlega hrundið á síðari hluta 20. aldar. Papar og Vestmenn Þótt við trúum ályktunum Þjóð- reks um það, að hér hafi búið harla fámenn þj óð fyrir komu Ingólfs land- námsmanns, — Ari fullyrðir ekkert um mannfjölda hér fyrir sína daga, — þá er ekki allt klappað og klárt; því valda nokkrir smámunir. Ari seg- ir, að „þá voru hér menn kristnir, þeir er Norðmenn kalla Papa, en þeir fóru síðan á braut, af því að þeir vildu eigi vera hér við heiðna menn, og létu eftir bækur írskar og bjöllur og hagla. Af því mátti skilja, að þeir voru menn írskir.“ Ari er fáorður og stiklar á stóru. Honum er ríkast í hug, að hér voru menn kristnir, Pap- ar, þegar víkingar komu. Papar voru helgir menn, og minningin um búsetu þeirra hefur verið guðskristni í land- inu helgur dómur á hans dögum. Hins vegar stendur ekkert um það hjá Ara, að hér hafi ekki verið einhver slæðingur af öðru keltnesku fólki við upphaf landnámsaldar. Hann segir, að „Ingólfur hét maður norrænn, er sannlega er sagt, að fyrstur færi það- an (þ. e. af Noregi) til íslands." Hann minnist hvorki á Garðar Svav- arsson né Hrafna-Flóka, og verður þó að telja sæmilega öruggt, að þeir hafi komið hingað á undan Ingólfi, og enn aðrir fyrirrennarar hans eru Hlutur Kelta í landnámi íslands greindir í vafasömum heimildum. Ari víkur ekki einu orði að því í bók sinni, að Þjórsárdal og byggð á Hrunamannaafrétt eyddi í Heklu- gosi 1104, og þó gerðust þau tíðindi um hans daga. Þótt við dýrkum Ara engu minna en Finnur Jónsson, þá er vafasamt að draga allt of ákveðnar ályktanir af þögn hans um ýmsa hluti; a. m. k. má hún ekki glepja mönnum sýn á aðrar heimildir. Haukur Erlendsson Landnámuhöf- undur, fyrsti íraglópur íslenzkra fræðimanna, eykur við sögn Ara um Papa og segir, að enn aðrir gripir en bjöllur, bækur og baglar hafi fundizt eftir þá „í Papey austur og í Papýli“. Sturla Þórðarson segir, að Ulfur hinn vorski hafi flutt bú sitt í Pappýli og bjó á Breiðabólstað, en Þorgeir, son- ur hans, bjó að Hofi í Pappýli. Frá þessu segir, þar sem Sturla greinir frá landnámi Hrollaugs í Hornafirði. Papýli og Pappýli er glatað örnefni hér á landi, en þekkt á Skotlandseyj - um; er þar heiti á einstökum bólstað eða bólstaðahverfi, þar sem Papar eiga að hafa búið. Breiðabólstaður heitir bær á Síðu skammt frá Kirkju- bæ, en að Kirkjubæ segja Land- námabækurnar, að Papar hafi búið, áður en norrænir menn settust þar að „og eigi máttu þar heiðnir menn búa“. Annar Breiðabólstaður er í Suðursveit (Fellshverfi), en þar í landareigninni er Staðarfjall, sem munnmæli herma, að áður hafi verið 23 TMM 353
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.