Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Síða 130

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Síða 130
Tímarit Máls og menningar Keltar, svo og, hvort íslenzkar fombók- menntir séu sér-íslenzkar eða að verulegu leyti norskar. Um langt skeið ltafa hinar Norðurlanda- þjóðirnar lagt mikla stund á að eigna sér íslenzkar fornbókmenntir, einkum þó Norð- menn, enda telja margir þeirra Snorra Sturluson fremstan allra norskra rithöf- unda og halda því mjög á lofti. En þar sem enginn vafi er á um þjóðerni Snorra, verða Norðmenn að eigna sér alla Islendinga til þess að koma því heim og saman, að hann haíi verið norskur. Höfundur ofannefnds rits er auðsjáan- lega mjög vel að sér í norrænni sögu og fornbókmenntum og virðist gjörþekkja skoðanir fræðimanna á uppruna íslend- inga og fornbókmennta þeirra. Fjallar ritið aðallega um kenningar helztu fræðimanna um þessi efni. Höfundur hefur mál sitt með því að taka til meðferðar spurninguna um það, hvaðan landnámsmennimir hafi komið, en það at- riði er í raun og veru ekki mikið deilumál, þar sem langflestir eru á þeirri skoðun, að mikill meiri hluti þeirra hafi komið frá Noregi og að Landnáma og íslendingabók séu traustustu heimildirnar um það efni. Helzt hefur menn greint á um hlutfallið milli keltneskra og norrænna manna meðal landnámsmanna og þá jafnframt um mikil- vægi keltneskra áhrifa á íslenzkar fornbók- menntir. Lengi hefur verið mikill skoðanamunur meðal fræðimanna um uppruna íslenzkra fornbókmennta. Því hefur verið haldið fram, að þær væru sér-íslenzkar, norskar, samnorrænar eða jafnvel samgermanskar. Hafa fræðimenn hverrar þjóðar urn sig lagt hið mesta kapp á að eigna þær sinni þjóð. Er það staðreynd að fjöldi norðurlandabúa utan íslands lítur þann dag í dag á ís- lenzkar fornbókmenntir sem norrænar eða norskar bókmenntir. Kenning sú, er Barði Guðmundsson setti fram um uppruna íslendinga og íslenzkra bókmennta, er í flestu mjög sérstæð og frá- brugðin öllum þeim kenningum, sem komið hafa fram um það efni. Hann telur ættir þær, er forystu höfðu um landnámið og mestu eða öllu réðu um þjóðskipulag ís- lendinga í upphafi, hafa verið afkomendur Herúla, norrænnar þjóðar, er öldum saman dvaldist suður í Evrópu á þjóðflutninga- tímanum, en nokkur hluti hennar sneri aft- ur til Norðurlanda í upphafi 6. aldar. Taldi Barði að nokkrum kynslóðum áður en land- nám hófst á íslandi hefði nokkur hluti þessa þjóðarbrots setzt að í Vestur-Noregi. Iíinn nafnkunni norski fornminjafræð- ingur Hákon Shetelig hefur fært gild rök að því að þjóðflutningaþjóðir hafi setzt að í strandhéruðum Suður- og Vestur-Noregs á tímabilinu frá þjóðflutningum til víkinga- aldar og nefnir Hörða og Rygi meðal þeirra. Ifann minnir einnig á heimkomu Herúla til Norðurlanda þótt ekkert fullyrði hann um aðsetursstaði þeirra þar. Barði telur, að höfðingjar af þjóðar- broti Herúla hafi veitt Haraldi hárfagra mesta mótspyrnu er hann lagði Noreg und- ir sig, og að þeir hafi eftir ósigurinn í Haf- ursfirði stokkið úr landi og orðið forystu- menn um landnám á íslandi. Eitt helzta einkenni á menningu þessa þjóðarbrotshafi verið skáldmenntir en uppruni hennar og þróun með Herúlum standi í nánu sam- bandi við trúarbrögð þeirra, frjósemisdýrk- un, Freysdýrkun. Hallvard Mageröy er í öllum aðalatrið- um á öndverðum meiði við þessa kenningu Barða og er að sjálfsögðu ekkert við það að athuga. En sá ljóður er á, að þótt kenn- ing Barða sé tekin til meðferðar og gagn- rýnd, er gefin af henni mjög ófullkomin mynd. Lesandi, sem ekki þekkir rit Barða „Uppruni íslendinga“ getur ekki af riti Mageröys gert sér neina viðhlítandi grein 368
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.