Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Qupperneq 135

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Qupperneq 135
Erlend tírnarit „Hér, í trjágöngum Cambridge, hafa rök- ræður á sér mildan, vísindalegan blæ, en í Vietnam drepa amerískir hermenn, her- nienn okkar, aðra menn, íbúa Vietnam, og ekki færri en 50 þúsund á ári. Sem borgarar erum við meðsekir og sérhver okkar verður að taka um það ákvörðun hvort honum þykir utanríkispólitík U. S. skynsamleg og viðunandi, eða óskynsamleg og af þeim á- stæðum verði að berjast gegn henni.“ Berkeley er sýnilega allt öðruvísi en Har- vard. Ekki hara vegna þess að 4500 km fjarlægð er á milli þeirra og Berkeley er í vesturjaðri landsins og ekki einkastofnun eins og Harvard, heldur ríkisstofnun. Berkeley er frægasti háskólabær þeirrar risastofnunar sem kallast University oj Cali- jornia og níu háskólabæir tilheyra, frá San Francisco til San Diego. Það leikur varla vafi á því, að í þessum háskóla (hann er ekki fullra 100 ára) eru stúdentarnir öðru- vísi en í Harvard, sem stofnaður var 1636 og er einn af hinum þremur frægu Ivy- ieague-háskólum, en Kalifornía varð ekki citt af bandaríkjunum fyrr en 1850. Háskólabærinn Berkeley liggur milli grænna hæða, og yfir pálma og kjarr, klass- ískar og nútímabyggingar gnæfir hár klukkutum. Rétt við innganginn í bæinn stendur fimm ára gömul sex liæða bygging sem kostaði yfir eina miljón dollara, allt í kringum hana eru grasi vaxnir hjallar með kínversku þaki. í þessari byggingu er allt sem Berkeleystúdentinn þarfnast: margvís- legir matstaðir, kjörbúðir, rakarar, bíla- geymslur, salir fyrir alls konar leiki, borð- tennis osfrv. Veizlusalir og salir til að hlusta á tónlist í, tala saman, þegja eða horfa á sjónvarp. Á neðstu hæð er líka stórt anddyri, þar eru djúpir hægindastól- ar, sófar, arinn og gólfmottur úr gúmmfi. Fyrirtaks leikvangur fyrir yngstu börn for- eldra í háskólanum. Maður spyr sjálfan sig undrandi hvers- vegna einmitt hér, í þessum „drauma- og lúxusstað" skyldu á síðastliðnu ári brjótast út stúdentaóeirðir, sem eru einhverjar þær sögulegustu í þekktum háskólum, sem nærri því höfðu gert fylkisstjóra Kaliforníu ör- vinglaðan, og munaði minnstu að þær steyptu honum af stóli og öllum hans sterku lögregluþjónum og gerðu einhvern frægasta háskóla óvirkan, en 800 stúdentar voru handteknir. Slíkar fjöldahandtökur höfðu ekki áður þekkzt í Kaliforníu. Ospektirnar hófust á landræmu (einskon- ar no mans landi) fyrir framan aðalinngang háskólans. Þar höfðu stúdentarnir sett borð sem á lágu bæklingar og flugrit með áróðri gegn Goldwater, fyrir jafnrétti hvítra manna og svertingja, móti ritskoðun ofl. Hér liöfðu þeir hvatt til fræðslufunda og kröfugangna og hafið fjársöfnun. í byrjun skólaársins höfðu skólayfirvöldin bannað útifundi á þessum stað þar sem rædd væru málefni sem ekki vörðuðu aðeins háskólann sjálfan (t. d. stjórnmál). Átökin byrjuðu milli stúdentanna, sem skeyttu ekki um þetta bann og sameinuðust frá þeim róttækustu til hægrisinnaðra í kröfum um málfrelsi, og háskólaráðsins, sem hótaði þeim brottrekstri úr háskólan- uin ef þeir virtu ekki bannið. I fyrrahaust náði ósamkomulagið há- punkti sínum. Þegar stúdentarnir höfðu einnig sett borð sín með mótmæla- og áróð- ursritum á þrep byggingar umboðsstjórnar háskólans kom lögreglan á vettvang og ætl- aði að handtaka einn stúdentinn, Jack Weinberg, sem var að dreifa flugritum. Með eldingarhraða umkringdu hundruð stúdenta lögreglubílinn, og Mario Savio, sem eftir þetta var aðalræðumaður stúd- enta, klifraði upp á þak bifreiðarinnar og ávarpaði félaga sína, aðrir komu á eftir og stigu upp á aðra bíla. Um kvöldið voru um 2500 stúdentar þarna samankomnir og bjuggust fyrir um nóttina. Það var ekki 373
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.