Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Blaðsíða 16
Tímarit Máls og menningar
í brýnu með tveimur réttarhugmynd-
um, og sérhver andófshreyfing sem
nokkur veigur er í verður hér að
velja um málstað. Því að ríkjandi
skipulag er búið löglegri einokun á
valdinu og það er ekki aðeins raun-
verulegur réttur þess heldur skylda
að beita þessu valdi sér til varnar.
Andspænis þessu stendur viðurkenn-
ing og framkvæmd æðri réttar og
skyldan til að veita viðnám sem
hreyfiafl í sögulegri þróun frelsisins
— „civil disobedience“ — sem frels-
andi vald. Ef ekki væri þessi and-
spyrnuréttur, ef ekki væri teflt fram
æðri rétti gegn ríkjandi rétti stæðum
vér á þrepi frumstæðustu hálfsiðun-
ar. Eg hygg því, að hugtak valdsins
feli í sér tvö sundurleit form: hið
holdtekna opinbera vald ríkjandi
skipulags og vald andspyrnunnar, sem
hlýtur óumflýjanlega að verða ólög-
mætt andspænis ríkjandi rétti. Það
er tómt mál að tala um lögmæti and-
spyrnunnar: ekkert þjóðfélagskerfi,
jafnvel ekki hið frjálslegasta, getur
með stjórnlögum löghelgað vald, sem
beitir sér gegn þessu kerfi. Bæði
þessi form gegna andstæðum störf-
um: Það er til kúgunarvald og það er
til frelsunarvald, það er til vald lífs-
verndunar og það er til vald árásar-
innar. Og bæði form þessa valds hafa
verið söguleg öfl og munu áfram
verða söguleg öfl. Og því stendur
andófshreyfingin frá öndverðu á hösl-
uðum velli valdsins. Réttur stendur
andspænis rétti, ekki aðeins sem ó-
hlutbundin yfirlýsing heldur sem at-
höfn. Og í annan stað: Rikjandi
skipulag hefur rétt til að ákvarða
mörk hins lögmæta. Þessi viðureign
tvenns konar réttar, andspyrnurétt-
arins og hins holdtekna opinbera
valds, felur jafnan í sér hættuna á
vopnaviðskiptum við valdið, nema
svo fari, að rétturinn til frelsunar
verði færður rétti ríkjandi skipulags
að fórn og tala þeirra fórnarlamba,
sem tíunduð er skipulaginu fari langt
fram úr þeim, sem verða byltingunni
að bráð, svo sem jafnan fyrr í sög-
unni. En af því leiðir, að predikun
þess fagnaðarerindis er afneitar
valdbeitingu úrtakslaust tryggir end-
urfæðingu hins holdtekna opinbera
valds jafnharðan. Og þetta vald er í
liinu einokaða iðnaðarþjóðfélagi
samanslungið í drottnun, sem smýgur
inn í gjörvalla þjóðfélagsheildina.
Andspænis þessari heild er rétturinn
til frelsunar í fyrstu rennu sérhluta-
réttur. Þess vegna birtist valdadeilan
sem viðureign hins almenna valds og
sérhlutavaldsins og i þeim viðskiptum
mun sérhlutavaldið verða ofurliði
borið unz það sjálft getur teflt fram
nýju almennu valdi gegn því, sem nú
ríkir.
Alla þá stund er andófshreyfingin
hefur ekki vaxið svo að þjóðfélags-
legu afli, að úr verði nýtt almennt vald
er spurningin um valdbeitingu fram-
ar öllu vandamál er varðar pólitíska
110