Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Blaðsíða 111
Umsagnir uni bœkur
IJrjár klappir, nokkrar brcnndar jurur og
eyt'ikirkja,
og nokkru ojar
ítrekun sama landslags.
Þrjár klappir í líki hliðs, ryðbrúnar,
nokkrar brenndar jurur, svartar og gular,
og ferhyrnt smáhýsi grajið í kalk.
Og ennþá ojar sama landslag ítrekað
stall af stalli
uppað himinröndinni, uppað kvöldrjóðum
himni.
Ilcr lögðum við skipi okkar við akkeri til
að skeyta saman brotnar árar,
til að dreypa á vatni og soja.
Ilafið scm gerði olckur bciska cr djúpt og
ókannað
og breiðir út cndalausa ró.
Uérna í jjörumölinni fundum við skilding
og vörpuðum um hann hlutkesti.
Sá yngsti vann hann og hvarj.
Við stigum aftur á skipsfjöl með brotnar
árar.
Ljóðabókin Goðsaga er cinkar smekk-
lega útgefin af Almenna bókafélaginu með
káputeikningu eftir Eyborgu Guðmunds-
dóttur listmálara; teikning af Seferis eftir
Nikos H. Ghika er aftan á kápu.
Baldur Ragnarsson.
Uöfuðból og klaustur
Félag Snæfellinga og Hnappdæla í Reykja-
vík gaf út árið 1945 rit Ólafs Lárussonar,
Landnám á Snæfellsnesi, hina þörfustu bók.
Nú hefur félagið gefið út aðra bók um
nterkan þátt í sögu héraðsins og fengið til
að semja hana Hermann Pálsson lektor í
Edinborg1. Hér er rakin saga Helgafells frá
landnántsöld til siðaskipta, og er það í
fyrsta sinn sem gerð er tilraun til að rekja
sögu íslenzks klausturs í sérstakri bók.
lleimildir um íslenzk klaustur eru harla
dreifðar og slitróttar, enda sættu skjalasöfn
klaustra ómildum örlögum engu síður en
bókasöfn þeirra: sundruðust og glötuðust á
siðskiptaöld, voru jafnvel brennd, svo sem
Jón lærði segir, „ásamt því öðru gömlu
kirkjurusli í tveimur stórum eður þremur
eldum“; en með þessum orðum átti Jón
einmitt við Helgafellsbækur, sem hlutu þvi-
líka meðferð á dögum séra Sigurðar Jóns-
sonar 1622—24.
I>ví cr næsta þarflegt að tína saman það
sem vitað verður um sögu cinstakra
klaustra, þar sem ærið margt er enn á
huldu um það efni. Ilermann Pálsson freist-
ar þess að steypa saman sundurlausum
heimildum í samfellda frásögn, þó að hún
verði óhjákvæmilega bláþráðótt.
Engu að síður hefur bókin mikinn fróð-
leik að geyma sem þarflegt er að hafa að-
gengan á einum stað, og mikið safn tilvitn-
ana í heimildir er gagnlegt þeim sem frek-
ari vitneskju leita.
Elzta saga Helgafells er rakin eftir is-
lenzkum fornritum, og telur Hermann lík-
Jegl að meginið af þeirri vitneskju sé frá
Ara fróða runnið. Víst er að Ari hefur
varðveitt margt sem snertir sögu Helga-
fells, en óvíst verður þó alltaf um heimildir
t. d. að ýmsum frásögnum Eyrbyggju og
Laxdælu, sem cnga stoð eiga sér í varðveitt-
um ritum Ara fróða. Eitt dæmi skal nefnt.
Höf. segir (bls. 20) „... telja fornar heim-
ildir, að Þórólfur Mostrarskegg hafi flutzt
hingað til lands árið 884“. Þetta stendur
hvergi nema í Eyrbyggju, og alls óvíst er
1 Helgafell. Saga höfuðbóls og klausturs.
Eftir Hermann Pálsson. Snæfellingaútgáfan.
Reykjavík 1967.
205