Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Blaðsíða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Blaðsíða 92
Arni Bergmann Maxím Gorkí 1868—1968 I Maxírn Gorkí setti fyrstu sögu sína á prent árið' 1892. en ekki liöu nema örfá ár þar til hann var orðinn þekkt- ur og dáður rithöfundur. Um alda- mótin komu bækur hans út í mjög stórum upplögum, þær voru þýddar á erlendar tungur, og ekki er vitað um afdráttarlausari sigurför rúss- nesks leikrits en verks hans, 1 diún■ unum, sem var frumsýnt árið 1902. Hvað olli þessum skjóta frama? Um þessar mundir gat svo virzt sem sól rússneskra bókmennta væri að hníga til viðar. Tolstoj var að vísu enn á lífi, en hafði að mestu lagt sagnasmíð á hilluna.Tsjekhof var að vísu í fullu fjöri, en sú staðreynd kom ekki í veg fyrir að mönnum fyndist fremur dauflegt um að litast í rússneskum bókmenntaheimi. Það var að vísu til allmikið af ágætlega frambærilegum rithöfundum, sem fetuðu í fótspor hinna miklu íaun- sæismeistara 19. aldar, en það var sem þeir væru þreyttir. Frumkvæðið var horfið, bergmálið eftir. Dapur- leg afdrif djarfra hugsana og hjart- sýnna hugsjóna höfðu hvað eftir annað steypt miklum vonbrigðum yf- ir rússneska menntamenn. Þeirhöfðu, hver með sínurn hætti, tengt vonir við vestræn menningaráhrif, við tækni og vísindi, við uppreisn og keisaramorð, við hinn rússneska bónda sem talinn var hæði vitur og óspilltur. En þessar vonir höfðu koðnað niður undan mistökum, sinnuleysi, þungu fargi þjóðfélags- hátta. Og höfundarnir lýsa hver af öðrum óendanlegri grámuggu hvers- dagsleikans, máttlitlum persónum og smáum, einmana, lasburða, uppgefn- um, ellegar fara með nokkurri til- finningasemi höndum um smátækan góðvilja, lítilþægar tilraunir til smá- skammtalækninga á meinsemdum þjóðfélagsins. Auðvitað voru til und- antekningar — en þessi var sú heild- armynd sem við blasti. Og þá kom Gorkí. Hann skrifaði ef til vill ekki betur en þessir menn, a. m. k. ekki fyrst í stað. Hann bruðlaði með orð, var óspar á stór- yrtar fullyrðingar, síhrasandi um rómantískar klisjur. En hann var öðruvísi en aðrir. Ekki aðeins vegna þess að hann var ekki menntamaður, 186
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.