Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Blaðsíða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Blaðsíða 44
Tímarit Máls og menningar við að geyma of lengi, svo að það úldnaði og sló á myglu. Hann kvæntist aldrei og var þó efnaður og safnaði peningum. Hann átti tvo peningapoka. Annan hafði Guðleif móðursystir mín saumað og gefið Birni. Það var upphaflega tóhakspoki með fangamarki Björns og rauðum hekk í kring og dregið fyrir opið með siffrugarni. Hinn pokann hafði saumað stúlka á Kálfafelli, Guðný Brynjólfsdóttir. Hann var úr svörtu flaueli og baldýruð í með silfurvír áttablaða rós. Sagt var, að Birni hafi litizt vel á þær Guðleifu og Guðnýju, þegar þau voru í hlóma lífsins. 1 pokunum geymdi Björn málmpeninga sína. Nokkuð af þeim varðveitti hann þó í blikkstaukum, sem hann hafði fundið rekna á fjörum. Suma batt hann í tuskur, en seðlana hafði hann í Passíusálmunum sínum og tók þá úr þeim á lönguföstu, á meðan hann söng sálmana. Þá vafði hann þá inn í bréf og stakk því í lítinn kassa baklausan. Þessar fjárhirzlur læsti Björn niðri í kistu og lágu þær á víð og dreif í kistunni. Á efri árum tók Björn upp á því að bera á sér peninga og hafði þá í rýju í vestisvasa sínum. Þetta þótti skrýtið og réðu menn það helzt þannig, að hann kynni betur við sig með peninga í vasanum, því að aldrei þurfti hann til þeirra að taka. Björn ríslaði oft við peninga sína. Ekki var hann talinn peningahræddur, og oft bað hann hina og þessa að geyma fyrir sig peninga stund og stund. Björn var talinn fremur aðsjáll, þó kannski fremur við sjálfan sig en aðra, og gat verið rausnarlegur, þegar hann tók sig til að gefa. Hann var hjálp- samur með peningalán og ótortrygginn á endurgreiðslur, enda mun það ekki hafa átt sér neinar undantekningar, að loforð fólks í Suðursveit stæðu eins og stafur á bók, og peningalán voru heilög mál, sem menn töluðu ekki öðru- vísi um en í lágahljóðum. Ríflegastar voru þó gjafir Björns, þegar hann var manaður til að gefa, því að honum var áskapaður sá eiginleiki hins eilífa íslendings, að standast það aldrei að vera manaður, jafnvel þó að manið stefndi honum í opinn dauða. Þá var á Reynivöllum pillur, sem Þorsteinn hét, Guðmundsson, síðar bóndi á efra bænum. Einn dag var hann að smíða með skarpbeittum tálguhníf. Björn var þar nærri. Einhverjar væringar höfðu þá gengið milli þeirra. Þorsteinn manar Björn að ganga á hnífinn og heldur honum fyrir framan sig, þannig, að oddurinn veit að kviðnum á Birni. Hann þurfti ekki lengi að mana. Björn veður fattur rakleitt á hnífsoddinn, og það hjó nærri, að Þorsteinn yrði höndum seinni að sveifla hnífnum til hliðar, áður en blaðið stæði á kafi í kviðnum á Birni. Það var mál manna, að Björn kynni ekki að hræðast. 138
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.