Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Blaðsíða 87
Þrjú bréf og eitt kvœfii
Kanntu utan bókar, eíns og jeg, visuna hanns Hallgr. Veslings; jeg skal
segja þjer, þú mátt vara þig, ef þú heldur lengi svona áfram, aS fá ekki aðra
eins.
SkrifaS á áttablaðaörk (3 bls.). Bréfið er svar við bréfi Brynjólfs 21/4 (BrPBréf 50—
51), en þar segir Brynjólfur Jónasi frá því að hann verði ekki sýslnmaður í Skaftafells-
sýslu, sem áðnr var búið að veita honum, heldur verði hann fulltrúi í Kammerkancelliet.
helvítis jökulárnar: I bréfi til Jónasar 10/4 (BrPBréf 49—50) segir Brynjólfur: „Jeg
kvíði fyrir Skeiðará og Núpsvötnum og Jökulsánum“, en þá var búið að veita honum
Skaftafellssýslu. — mófiir þín gófi jjekk ekki að lija: Þóra Brynjólfsdóttir, móðir
Brynjólfs, dó 8/9 1843 (sbr. BrPBréf 37). — Fiedler: H. V. Fiedler (1808—87) fiski-
fræðingur. Hann skrifaði grein um fiskverkun sem Jónas þýddi á íslen/.ku og prentuð
var í Fjölni VIII 39—50. Jónas kom með þýðingu sína til Hafnar þegar liann kom
þangað í maíbyrjun 1844 (sjá JHRit II 183). — Gísli: Gísli Thorarensen (1818—74),
síðar prestur í Sólheimaþingum. Móðir hans, Guðrún systir Bjarna Thorarensen, dó 6/2
1841, og Gísli orti eftir hana eftirmæli, sem hann sendi Jónasi 5/4 1844 og bað hann
hæta einum eða tveimur erindum við. Þetta er sú bón, sem Jónas minnist á hér. Reyndar
orti hann síðar kvæðið „Til Gísla Thorarensens, við lát móður hans“ (JHRit I 134). —
einn blá: þ. e. fimm ríkisdala seðil. — Vísuna hanns Hallgr. Veslings: Vafalaust vís-
urnar „Hallgrímúr veslingur" (JHRit I 165—66), en ekki er vitað um hvem þær eru
ortar.
Skrælíngjaþíng
einn Digtur af Jökli fíúasyni sem var fæddur í Dofrahelli í Noregi og reísti
til Grænlands.
Ána, kána,
Ána, pána,
Ána, sána! jeg kominn er
alt uppá þíngið,
eg bið að síngið
eg bið að síngið þið með mér;
ána, kána,
ána, pána,
ána, sána! jeg kominn er.
Iðar túnga,
uppástúnga
því uppástúnga bír í mér;
jeg verð að gala
sem vörður hala,
sem vörður hala stend eg hér;
iðar túnga,
uppástúnga
því uppástúnga bír í mér.
Skrælíngsgrátur
er skjelfíng kátur
er skjelfíng kátur, því stíng eg nú
uppá að tárumst
uppá að sárumst
og allir fárumst um Halelú;
skrælíngsgrátur
er skjelfíng kátur
og skjellihlátur, aha, pú!
181