Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Blaðsíða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Blaðsíða 93
Maxím Gorkí heldur berfætlingur úr fátækrahverf- um Nízjní Novgorod við Volgu,rusla- safnari, eldiviðarþjófur, messadreng- ur, bakaraþræll, sjálfmenntaður flakkari, berklaveikur með sjálfs- morðstilraun að baki. Ekki aðeins vegna þessa. Heldur vegna þess, að hann kom með nýtt fólk inn í bók- menntirnar og umgekkst það með nýjum hætti. Auðvitað lýsti Gorkí eins og marg- ir aðrir dapurleika og grimmd hins rússneska lífs, dauðum sálum. En hann hafði af eigin rammleik kraflað sig upp úr myrkri og vesældómi, hann bjó sem sjálfskapaður maður yfir nægri bjartsýni til að nefna orð eins og Ijós, jegurð, gleði, hugsjón af fullri alvöru og tefla þeim gegn þeirri lágkúru og ljótleik, sem hann hataðist við. Og hann bindur ekki trúss sitt við rússneska bóndann, sem aðrir róttækir höfundar höfðu bless- að og fegrað fyrir sér, ræðst, þvert á móti, af heift gegn honum fyrir hjátrú, fáfræði og nízku. Þess í stað snýr hann sér að persónum sem standa utan þjóðfélagsins. Að berfæt- lingum, flökkurum, drykkjurútum, þjófum og öðru slíku fólki. Og þótt hann viti bæði kost og löst á þessum mönnum, þá er ekki laust við að hann bregði yfir þá rómantískri birtu. Meðal þeirra var hann laus við þann smáborgaraskap, sem hann hataði umfram allt annað, þar fann hann sterkar ástríður, undarlegan hetju- skap, furðulega lífsreynslu. Það voru umfram allt sögur af slíku fólki sem ruddu frægð Gorkís braut. Gorkí hefur sjálfur skýrt þennan áhuga sinn á berfætlingum, og öðr- um þeim sem hafa sagt skilið við sitt umhverfi, við venjulegt líf. Hann segir: ég lifði meðal smáborgara, sem lögðu ekki kapp á annað en kreista úr mönnum blóð með sviksamlegum hætti og pressa úr því kópekur og úr kópekum rúblur, og ég fékk óstöðv- andi hatur á þessu pöddulífi venju- legra manna, sem líktust hver öðrum eins og fimmeyringar, slegnir á einu og sama ári. Og hann dróst að ó- venjulegu fólki, fyrst og fremst vegna þess, að það hafði dug í sér til að slíta sig frá þessu lífi og halda til streitu sínu eigin mati á hverjum hlut, hversu dýru verði sem það var keypt, segir liann. II Þessi áhugi á hinu óvenjulega var tengdur öðru — hugmyndum um nauðsyn þess að breyta heiminum. En auðvitað skildi Gorkí, að það yrði ekki verk berfætlinga, sem létu í ljós ósamþykki sitt með því að segja skilið við þjóðfélagið. Þessar hugmyndir leiða hann á fund við róttækar pólitískar hreyfingar, sem þá voru að starfi í Rússlandi. Þeir samfundir urðu með eðlileg- um hætti. Hin rómantísku prósaljóð Gorkís um Stormboðann og Fálkann 137
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.