Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Blaðsíða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Blaðsíða 103
Umsagnir um bœkur ust margir þeir atburðir, sem hentað gátu sem efni í mikla og skemmtilega skáld- sögn. Njörður sækir söguefnið ekki á þau mið, enda ekki líklegt, að hann hafi haft mikil persómdeg kynni af þeim. Hann gengur lengra og gefur skáldfáknum laus- an tauminn inn á áður ókunnan skeiðvöll. I þessari sögu þarf ekki leyfi t il að hyggja hús, en það þarf leyfi til að fjölga mann- kyninu. Svo sem vera ber eru þau lagaboð látin út ganga af stjórnmálaflokki, sem vill tryggja sér völd um alla framtíð með því að hanria andstæðingum að auka kyn sitt. En þar sannast enn hið fornkveðna, að sér grefur gröf, þótt grafi, og í lýðræðisþjóð- félagi getur stjórnin í dag verið utangarðs á morgun. Þá er sá við völd, sem áður hafði um sárt að binda, og dregur nú ekki af sér í hefndarráðstöfunum. Söguefnið er djarflega valið, og það er sniðugt á vissan hátt. En í þessum efnum þarf margs að gæta og nokkurs fleira en höfundur virðist hafa gert, ef af skal verða gott skáldverk. Söguþráðurinn er spunninn mjög svo blátt áfram. Þungamiðja sögunn- ar eru hjón, sem langar ósköp mikið til að eignast barn, en eiginmaðurinn fær ekki niðjaleyfi. Hann fylgdi að málum flokknum, sem kom löggjöfinni á stofn, en nú situr andstæðingurinn að völdum og sparar engar hefndarráðstafanir. Loks fær hann sér leyfið á þann einfalda hátt, að liann yfirgaf sinn flokk, gekk í stjórnar- flokkinn og játaði þar sína fyrri villu á fjölmennum fundi. En málið var þó ekki leyst. Einn stjórnarsinninn á alþingi gekk í lið með andstæðingunum og ný stjórn var sett á laggirnar. Þá var söguhetja okk- ar svipt sínu niðjaleyfi. En þá var niðji kominn á stúfana í móð- urkviði við mikinn fögnuð aðstandenda. Faðirinn situr í gjaldkerastúku sinni í hankanum og telur peninga, þegar hinn nýi úrskurður berst honum í hendur. Sag- an endar þar sem liann gengur fram hjá óhagganlegri styttu Ingólfs Arnarsonar á leiðinni heim til sín og brýtur heilann um það, hvað hann eigi að segja konunni sinni og hvernig. Þessi atburðarás ætti vissulega að vera tragisk á sína vísu, þótt fram sé leidd í gamangervi. En hún snertir mann ekki. Þar er því um að kenna, að það vantar í hana vitrænt samhengi, sem er hverju skáldverki nauðsyn og ekkert síður þótt uppistaðan sé fjarstæða. „Der skal være system i galskabet“, segir Danskurinn. Vitanlega er það endemis fjarstæða, að á Islandi séu barneignir bannaðar með lög- um, en leyfðar með undanþágum. En hug- myndin er vissulega nothæf í skáldskap, ef rökvissrar útfærslu er gætt. 011 löggjöf verður að gera ráð fyrir möguleikum á framkvæmd lagaákvæðanna. Svipting rétt- ar til niðjaöflunar hefur fyrr komið til tals og framkvæmda. Þá hefur verið gripið til vönunar sem hins eina, er að gagni megi koma til að gera bannið raunhæft. Sú að- ferð er auðvitað með öllu ófær í þessari sögu, í fyrsta lagi er hún alltof gróf, og í öðru lagi henta ekki ráðstafanir, sem ekki verða afturkallaðar við næstu stjómar- skipti. En þá er að finna upp aðrar að- ferðir, sem að gagni megi koma, og þar stendur höfundur yfir hnífnum í kúnni. Höfundi sést alveg yfir nauðsyn þess að birta ákvæði laganna ásamt reglugerðar- ákvæðum, sem jafnframt áttu að geta verið frábærlega skemmtilegur lestur, ef vel hefði verið á haldið. Svo virðist sem leyfis- þiggjendur séu einungis giftir karlmenn, svo sem sæmir í siðuðu þjóðfélagi, og þá undirskilið, að til niðjans sé sáð í lögleg- an akur. Ekki er getið neinnar fyrirgreiðslu af hendi hins opinbera, að maður og kona megi njóta nokkurs hjúskaparlífs án hættu á lögbrotum. Sé gert ráð fyrir, að algert bindindi þurfi til, ef allt á að vera öruggt, 197
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.