Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Blaðsíða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Blaðsíða 57
Tveir kaflar ár sjálfsœvisögu fannst ég sofna andartak og sjá daufa dagrenningu og ljósrauðan bjarma af sólaruppkomu yfir víðáttumiklu, tæru hafi. „Ef þú heldur skelinni við eyrað,“ sagði Tsjerpúnov og mér heyrðist hann vera langt í burtu, „heyrir þú hrimhljóð, ég get ekki sagt þér hvernig á því stendur, enginn veit það, það er dularfullt. Allt, sem mannleg greind getur ekki skilið, er dularfullt.“ Stúlkan tók af sér hattinn og lét hann í kjöltu sína. „Reyndu það,“ sagði Tsjerpúnov. Eg lagði skelina við eyrað og heyrði lágt suð eins og brimhljóð í miklum fjarska. Stúlkan rétti frain höndina: „Lofaðu mér að reyna, það er langt síðan ég hef hlustað.“ Ég fékk henni skelina, hún hélt henni við eyrað og brosti hálfopnum munni svo að litlar og hvítar, votar tennur hennar sáust. „Ert þú ekki að fara til Kirsjheim, Masja?“ spurði Tsjerpúnov. „Ég hætti við það, mér leiðist að fara þangað ein. Mér þykir fyrir að hafa truflað ykkur,“ sagði hún og fór. „Jæja, þá, við skulum halda áfram samtali okkar, ungi maður, sérðu svörtu kassana þarna í horninu? Réttu mér þann efsta en farðu varlega með hann.“ Ég sótti efsta kassann og setti á borðið fyrir framan hann, hann var mjög léttur. Tsjerpúnov lyfti lokinu varlega, ég horfði yfir öxl hans og undrað- ist það sem ég sá. Á svörtu silkifóðrinu í kassanum lá feiknastórt svart fiðrildi, það var stærra en lauf á hlyni og glitraði í öllum regnbogans litum. „Þú átt ekki að horfa svona á það,“ sagði Tsjerpúnov gremjulega, „svona áttu að horfa á það.“ Hann tók utan um höfuðið á mér og sneri því ýmist til hægri eða vinstri. Þá sá ég hvernig vængirnir á fiðrildinu leiftruðu og skiptu um lit, urðu ýmist hvítir, gylltir, rauðir eða bláir, eins og fiðrildið væri að brenna í töfraeldi sem þó tækist ekki að eyða því. „Þetta er ákaflega sjaldgæft fiðrildi, það er frá Borneo,“ sagði Tsjerpúnov hreykinn og lokaði kassanum. Síðan sýndi hann mér hnattlíkan af stjörnum, nokkur gömul landabréf með teiknum hinna fjögurra vinda og nokkra uppstoppaða kólíbrífugla með nef sem voru eins löng og nafar. „Jæja, þetta er nú nóg í dag, þú ert þreyttur, komdu aftur á sunnudaginn kemur, ef þú vilt.“ „Eruð þér alltaf heima?“ 151
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.