Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Blaðsíða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Blaðsíða 55
Tveir kaflar úr sjálfsœvisögu Á sunnudagsmorguninn klæddist ég einkennisbúningi mínum og fór að heimsækja Tsjerpúnov. Hann átti heima í litlu húsi í úthverfi Petsjersk. Sýringar uxu svo nálægt því, að það var dimmt inni um hábjartan daginn. Þetta var seint um haustið, runnarnir sem enn voru grænir voru rennandi af regnúðanum. Gufuskipin á Dnjepr blésu undan höfðanum, þau voru að kveðja Kænugarð og fara í vetrarlægi. Ég gekk upp þrepin, tók í kopar- hring forneskjulegrar dyrabjöllu og heyrði hringingu hennar inni í húsinu. Tsjerpúnov opnaði dyrnar, hann var í gráum jakka með flókaskó á fót- um. Húsið var fullt af undursamlegum hlutum. í sporöskjulöguðum spegli sem hékk í forstofunni sá ég lítinn dreng, rjóðan af feimni vera að hneppa frá sér frakkann með skjálfandi fingrum. Eg áttaði mig ekki strax á því, að þetta væri ég sjálfur. Meðan ég var að glíma við að hneppa frá mér leit ég á um- gjörð spegilsins, hún var sveigur úr fölum glerblómum, laufum og vínberja- klasa. „Þetta er Feneyjagler,“ sagði Tsjerpúnov og hjálpaði mér úr frakkanum, „taktu vel eftir því, snertu það ef þú vilt.“ Ég snerti varlega eina glerrósina, hún var næstum ógagnsæ, líkt og hún væri rykug, en ljósgeisli úr næsta herbergi féll á hana og við það fékk hún rauðan blæ. „Þetta er eins og sykraðir, tyrkneskir ávextir,“ sagði ég. „Asnaleg samlíking,“ tautaði Tsjerpúnov, „en það er nokkuð til í því.“ Ég roðnaði svo, að mig sveið í andlitið. Þá klappaði hann á herðar mér: „Fyrirgefðu, þetta er aðeins máltæki mitt. Jæja, komdu inn í stofu og drekktu te með okkur.“ Ég ætlaði að fara að afþakka það, en hann tók í handlegginn á mér og leiddi mig inn í borðstofuna. Þetta var eiginlega frekar garður en stofa, til þess að komast í sæti mitt við borðið varð ég að beygja stóra plöntu til hliðar og nokkrar langar greinar sem héngu niður úr loftinu með ilmandi, rauðum könglum, pálmablöð breiddust út yfir borðið, vasar með rauðum, gulum og hvítum blómum voru í gluggakistunum. Ég settist en spratt þegar á fætur aftur því að ung, grönn og lítil kona með tindrandi augu vatt sér inn úr dyrunum. „Þetta er drengurinn sem ég sagði þér frá, Masja,“ sagði Tsjerpúnov, „sonur Georgí Maxímovítsj.“ Stúlkan rétti mér hönd sína, hún hafði armband um úlnliðinn, sem hringlaði í. 149
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.