Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Blaðsíða 64
Timaril Máls og menningar
líklegur til að veita því athygli livort íastandi skóladrengur væri við hverja
f östuguðsþj ónustu.
Þessir frídagar voru næstum alltaf í marzmánuði, gráum suddamánuði.
Snjórinn var farinn að dökkna og oftar og oftar sást í hláan himininn í
skýjarofi, það var vorboði. Smáfuglar flugu fram og aftur og settust á
naktar aspirnar og byrjað var að selja pílviðargreinar á torginu.
Okkur langaði til að hrekkja Tregubov en hann virtist ósæranlegur. Að-
eins einu sinni tókst okkur að hefna grimmilega þeirra kvala og hræðslu
sem hann hafði bakað okkur.
Þegar ég var í fjórða hekk sögðu piltarnir í efri bekkjunum okkur að
Tregubov væri hræddur við rottur. Þegar í stað var hafizt handa um að
ná í rottu og lauma henni inn í kennslustofuna og sleppa henni þar meðan
Tregubov var að kenna.
Zanovítsj rak upp öskur og stökk upp á skólaborðið sem hann sat við.
„Hvað gengur á?“ hrópaði Tregubov reiðilega.
„Það er rotta, faðir,“ sagði drengurinn skjálfandi.
Við stukkum allir á fætur, skelkuð rottan leitaði sér hælis við fætur
Tregubovs. Af furðulegum fimleik stökk hann upp á stólinn sinn og vafði
hempunni um hnén og þá komu í ljós röndóttar buxnaskálmar og reimaðir
skór.
Við grýttum hókum í roltuna, hún veinaði og skauzt á bak við kennara-
púltið. Tregubov sté af stóli sinum upp á borð og henti einkunnabókinni
í rottuna.
„Opnið þið dyrnar!“ öskraði hann ægilegri röddu úr háu vígi sínu. „Opnið
dyrnar, hleypið henni út!“
Við létum sem við þyrðum það ekki. Tregubov hljóðaði svo, að rúðurnar
í glugganum titruðu:
„Platon Fjodorovítsj, komið hingað fljótt!“
Hurðinni var hrundið upp og dauðskelkaður eftirlitsmaðurinn koin í ljós
og að baki honum sást Kasimír. Loks kom Bodjanskí umsjónarmaður undr-
andi á svipinn. Hann gat varla stillt sig um að hlæja upp í opið geðið á
guðsmanninum en tók þó að sér stjórnina við brottrekstur rottunnar.
Tregubov hafði látið hempu sína falla og stóð á borðinu eins og mynda-
stytta í tvöfaldri líkamsstærð. Þegar loksins hafði tekizt að koma rottunni
út og hjálpa honum ofan af borðinu og fá honum vitnisburðarbókina strunz-
aði hann út úr stofunni með sínum eðlilegu tilburðum. Honum datt það
158