Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Blaðsíða 94
Tímarit Máls og menningar
og Snákinn. þar sem hann söng lof og
dýrð „brjálæði hinna hugrökku“
höfðu, þótt barnaleg þættu nú, furðu-
mikil áhrif á róttæka menn í landi
hans. Þau voru prentuð og skrifuð
upp um allar þorpagrundir, lesin upp
á leynilegum fundum í kjöllurum hins
hrörlega Rússlands. Og hvað var
hinsvegar eðlilegra en að Gorkí, sem
frá hernskuárum hafði reynt þrældóm
og eymd, hvað var eðlilegra en að
hann slægist í för með þeim, sem
boðuðu sósíalisma, sumir vitnandi í
Krist og Tolstoj, aðrir í Karl Marx
og Plekhanof. — Já, ég er marxisti,
sagði Gorkí einhverju sinni, en það
hef ég ekki lært af bókum, heldur
af Semjonof, bakara í Kazan.
í horginni Kazan komst Gorkí í
kynni við það fólk, sem hann síðar
kallaði háskóla sína. Þar lenti hann
um skeið á galeiðu fylgismanna Tol-
stojs, sem boðuðu afturhvarf til upp-
runalegs sæluástands, sem menn von-
uðust til að endurheimta í frjálsum
samvinnubúum bænda. Gorkí var
meira að segja gerður út á fund Tol-
stojs til að biðja um fjárstyrk til
stofnunar nýlendu, þar sem lifað
væri í anda meistarans, að vísu bar
sú för ekki árangur. Þar í Kazan
kynntist hann og ýmsum tilbrigðum
hins rússneska marxisma, sem þá
var í fæðingu. Um 1890 fer hann á
flakk um Suður-Rússland og Káka-
sus, lengst af fótgangandi. 1892 birt-
ir hann fyrstu sögu sína í blaði í
Tblísi, þrem árum síðar semur hann
herhvöt sína um Stormboðann, sem
varð víða fræg sem fyrr segir. Um
þessar mundir fær leynilögreglan á-
liuga á honum, sem hún og hélt lengi
síðan. í einni lögregluskýrslu segir
t. a. m.: „Þessi maður er sérlega
grunsanilegur — hann hefur lesið
mjög mikið, hefur farið fótgangandi
um allt Rússland og kann vel að halda
á penna.“ Árið 1898 er hann í fyrsta
sinn settur í fangelsi, en ekki síðasta.
Um aldamótin er nafn hans þekkt
langt utan landamæra Rússlands og
árið 1902 stendur hann á háum
frægðartindi fyrir sakir leikritsins /
djúpunum, sem er merkasta berfæt-
lingaverk hans. Einmitt þá gerast at-
burðir, sem þykja miklum tíðindum
sæta víða um heim: Gorkí er kjörinn
heiðursfélagi akademíunnar rúss-
nesku, Nikulás keisari bregst reiður
við og skrifar með eigin hendi á
fréttatilkynninguna: „Þetta er nú
meira en frumlegt.“ Kjör Gorkís er
aftur tekið, og hefur eins og öll slík
valdbeiting gegn rithöfundum þver-
öfug áhrif — samúð allra er með
Gorkí, rithöfundarnir Tsjekhof og
Korolenko segja sig úr akademíunni
í mótmælaskyni.
Árið 1905 er atburðaríkt í sögu
Rússlands. Stríðið við Japani opin-
berar mönnum mörg fáránleg og
glæpsamleg fyrirbæri í rússnesku
stjórnarkerfi. Mótmælahreyfingar og
kröfur um aukin lýðréttindi eflast, en
188