Tímarit Máls og menningar - 01.10.1968, Blaðsíða 20
Timarit Máls og menningar
frjálsa heim einræði hers og lögreglu
til verndar allsnægtum sínum. Alræð-
isskipulagið á hinu leitinu getur ekki
réttlætt þessa stjórnarstefnu. Það er
hægt að mæla margt í móti því — og
það er skylt að gera það. En þetta
skipulag er ekki ásækið á víddina,það
er ekki ögrandi og lætur enn jafnan
stjórnast af þröngum kosti og fátæki.
Engu að síður er skylt að berjast
gegn því, en það verður að berjast
gegn því frá vinstri.
Aflétting fargsins á vitund manna,
sem ég hef rætt um, felur nú meira í
sér en rökræður einar. Hún felur í
sér — og eins og málum er komið
hlýtur hún að fela í sér — mótmæla-
vottinn í upphaflegri merkingu orðs-
ins: að votta, að hér sé maðurinn
allur kominn á vettvang og boðar
lifsvilja sinn, þ. e. vilja sinn til lífs í
friðsælum mennskum heimi. Ríkj-
andi skipulag vígbýst gegn þessum
raunhæfa möguleika. Og þótt okkur
standi háski af tálsýnum, þá er það
einnig háskalegt — og kannski
háskalegra — að boða uppgjöf og at-
hafnaleysi, sem yrði til þess eins að
styðja við bakið á kerfinu. Það er
staðreynd, að vér stöndum andspæn-
is kerfi, sem frá upphafi fasismatíma-
bilsins og enn í dag, hefur með verk-
um sínum afneitað sjálfri hugmynd-
inni um sögulega framför. Innri þver-
stæður þessa kerfis birtast æ ofan í æ
í trylltum og nauðsynjalausum styrj-
öldum, vaxandi framleiðslumáttur
þess er í sama mund vaxandi tortím-
ing og vaxandi sóun. Slíkt kerfi er
ekki ósæranlegt. Það verður að verj-
ast andófshreyfingunni, jafnvel and-
ófi menntamannanna, í öllum jarð-
beltum. Og jafnvel þótt vér sjáum
enn enga breytingu, verðum vér að
halda sem horfir. Vér verðum að
veita mótspyrnu, ef vér viljum fram-
vegis lifa, vinna og njóta hamingju
sem menn. í sambúð við kerfið er
þess ekki lengur kostur.
Sverrir Kristjánsson þýddi.
114