Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 14
Tímarit Máls og menningar
og hugsað dálítið genialt og ort. En nokkrum dögum eftir að eg kom á fætur
uppbyrjaði djöfull þessi aftur, eg misti lyktina og á mig seig deyfð idiotsins.
Þó tók eg í nefið meðan eg lá alveg eins og áður. Eg er hissa, að þó skulir
aldrei hafa skilið þetta.
Kjarval talaði um tvenns konar futurista. Annars vegar eðlilega futurista,
futurista af guðs náð, og hins vegar tilbúna futurista, menn, sem reyndu að
vera öðruvísi en aðrir. Hinir fyrri væru listamenn. En hann sagði, að fólk
kynni ekki að greina milli þeirra fyr en eftir 200 ár. Þetta líkaði mér vel, því
að eg er fæddur futuristi. Það var Jónas Hallgrímsson líka og Æri-Tobbi.
Séra Haraldur helgaði kommúnistum kafla úr stólræðu sinni síðasta sunnu-
dag. Hann kvaðst hafa orðið þess vís í Póllandi í sumar, að þeir væru trú-
lausir. Þar hefði kommúnistaþingið lýst yfir því, að það tryði ekki á annað
líf. Hallbjörn segir, að þetta sé rétt hermt. Hann las það í socialistisku blaði.
Guðmundur Ragnar refereraði efnið úr ræðustúf Haralds í hringnum. -
Ekki virðast þessir kommúnistar rista djúpt.
Sigurður kindin Jónasson á bágt. Nú sér liann undirróður gegn sér í öllum
hlutum. Þegar málshöfðunin var send stjórnarráðinu á Elías í sumar, var
það undirróður við Sigurð Jónasson. Hlær Erlendur mikið að þessu, hvað
Sigurður sé hugvitssamur að finna undirróður gegn sér. Jónas frá Hriflu
birtist Sigurði í öllum hlutum. Hann fræddi mig á þvi, að þeir Haraldur
og Finnur póstmeistari væru móti Jóni Thoroddsen, og væri það undir-
róður frá Jónasi frá Hriflu. En á einlivern dularfullan hátt, sem eg skil ekki
vel enn þá, á þetta jafnframt að vera undirróður gegn Sigurði Jónassyni.
Ólafur, Héðinn, Hinrik og Felix - allir eru þessir undir áhrifum frá Jónasi
frá Hriflu, en áhrifin á þá eru einnig undirróður gegn Sigurði Jónassyni. Sig-
urður hefir nú dregið sig út úr allri poletík af ótta við launmakk og undir-
róður gegn sér. Er hann orðinn að athlægi meðal gamalla flokksbræðra
sinna. Nú les Sigurður Dhammapata og spakmæli hins heilaga Patjanali.
Spakmæli Patjanali segir hann að sé sú mesta speki, sem hann hafi nokk-
urntíma lesið. Gegnum þau ætlar Sigurður að sjá guð í öllum hlutum. -
Sagt er, að Jónas frá Hriflu sjáist þá ekki lengur.
Ásgrímur málari segir, að „uppkonstrúeruð“ þjóðfélög blessist aldrei.
Þess vegna kýs hann víst Jón Þorláksson. Eg reyndi að benda honum á, að
öll vor siðalög og skipulög væru „uppkonstrúeruð“. En Ásgrímur er of
mikill listamaður til þess að geta skilið þetta. Hann er einn þeirra fáu,
sem hefir tekist að þurka af sér alla skynsemi, til þess að geta fengið inn-
göngu í þær listarregíonir.
4