Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 56
Timarit Máls og rnenningar
þeirrar höfðinglegu gestrisni, sem íslenzk heimili hafa svo mjög verið ræmd
fyrir.
Borðeyri er minnisverður staður úr fornum sögum. Þaðan sigldi til dæmis
Ólafur strákur pá til að heimsækja afa sinn, kónginn á írlandi, að föður sín-
um forspurðum. - Frá þeirri reisu segir í Laxdælu.
Á Borðeyri rifjuðust upp í huga mér minningar frá sumartáma einum
skemmtilegum, þegar ég var kaupamaður hjá Halldóri Júhussyni sýslu-
manni Ströndunga. — Við heyjuðum úti á Valdasteinsstöðum, ég og kaupa-
konan, og sváfuin í bæj arkofanum. - Jörðin var í eyði. - En ekki tókust ástir
með okkur þó furðulegt megi virðast: bæði ung og fjörug og myndarleg. -
Þetta var víkingsduglegur kvenmaður, sem seinna giftist höfðingsbónda-
manni langt í burtu og með hjartað á réttum stað og eldfimt. - Ekkert hef
ég heyrt af þeim búskap, en get mér þess til, að hann hafi verið fyrirmynd
í hvívetna eins og stúlkan mín var sjálf.
Sýslumaðurinn var ekki heima mestan hluta sumarsins, en átti í mála-
stappi vestur á fjörðum. - Loksins kom hann þó einn góðan veðurdag ríð-
andi á bleikum og var sannhöfðinglegur á að líta. — Maður einhver hafði sagt
mér hann væri rostamenni og kenndi hálfvegis í brjósti um mig, skillítinn
pilt, að eiga von á honum heim. En hvernig sem Halldór Júlíusson hefur
reynzt Strandamönnum, þá var hann mér hinn ljúfasti húsbóndi. - Hitt fór
ekki fram hjá mér, hvernig sturlungablóðið sauð honum í hjarta.
Svo var það einhvern dag í nánd hausti, að hann bað mig að moka flór-
inn í hesthúsinu sínu. Ég mokaði og mokaði, en lítið gekk. - Það er einhver
mesti þrældómur í heimi, að moka flór í hesthúsi, þegar mikið hefur safnazt
fyrir af taðinu. - Nema, viti menn, allt í einu birtist yfirvaldið á skyrtunni
og fer að moka mér til samlætis og það af slíkum ákafa og kurteisi, að af
hverju hans höfuðhári drýpur þungur sviti. Og við mokum lengi lengi. -
Loksins lætur sýslumaður skófluna falla, hallar sér upp að stallinum og hefur
yfir með styrkri og stilltri röddu þessar ljóðlínur Mattliíasar Jochumssonar:
Guð minn, guð, ég hrópa
gegnum myrkrið svarta
líkt sem út úr ofni
æpi stiknað hjarta.
Ég man ekki til þess mér yrði á að brosa, en síðan þá - þar í hesthúsinu -
46