Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 119
er hann líka skáld, þótt þýðingin dragi
mjög úr þeirri mynd. Einsog áður er tekið
fram líkar mér ekki við fyrstu kaflana en
þeim mun betur við þá síðari.
Þessi bók markar á ýmsan hátt nýjan
þátt í þróun Panduros, áhugaverðan þátt
hefði einhver sagt.
IV.
Satt best að segja er þýðíngin ílla gerð.
Flest má finna henni til foráttu.
Eg hef ekki tíma eða þolinmæði tilað
nöldra - en vilji Iðunn verða dæmigert
fyrirmyndarforlag þá verður Skarphéðinn
Pétursson að vanda betur verk sitt. Hér
hefur verið kastað til höndunum.
1. maí 1973
Ólajur Haukur Símonarson.
ÞRJÚ RIT UM ÍSLENZKA
NÚTÍ MASÖGU
„Styrkur af afli auðs, hákarls“, er cin
kaflafyrirsögnin í hinu ágæta riti Amórs
Sigurjónssonar um Einar í Nesi. Tilvitn-
unin er tekin úr bréfi prestsins í Laufási
til vinar síns, burtflutts. Um það leyti sem
bréfið var skrifað var sá maður, sem há-
karlsaflinn hafði eflt til umsvifa á sviði
kaupskapar og framkvæmda, að vinna að
því að Alþingishús yrði reist í höfuðstað
landsins. Saga Tryggva Gunnarssonar er
saga íslenzks athafnalífs öðrum þræði,
hann kemur svo víða við, þar sem fram-
kvæmdir voru hafnar í hinu kyrrstæða
bændasamfélagi síðari hluta 19. aldar liér
á landi. Þær breytingar sem urðu, voru
smávægilegar miðað við það sem síðar
varð, en þó nógu miklar til þess að verða
kveikja og undirstaða að almennri sjálf-
stæðisbaráttu, sem leiddi til heimastjómar.
í fyrri bindum Ævisögu Tryggva Gunnars-
Umsagnir um bœkur
sonar er rakin saga hans sem bónda og
kaupstjóra en í hinu þriðja er höfuð-
verkefni höfundar stjómmálaferill hans
fram á níunda tug aldarinnar.1 Þetta er
mjög ítarleg ævisaga, vönduð og vel skrif-
uð. Höfundurinn fjallar hér um ýmis mál,
sem lítt hafa verið höfð á oddi. Hann rek-
ur forsendur pólitískra deilna erlendis,
stefnu dönsku stjómarinnar varðandi vam-
armálin, en þau vom mál málanna í her-
búðum hægri manna í Danmörku Estmps.
Víggirðing Kaupmannahafnar var hjartans
mál Estmps og félaga hans ásamt eflingu
danska hersins. Þetta kostaði mikið fé og
öll andstaða við þær fyrirætlanir var
talin þjóðhættuleg. Viðkvæðið var, Dan-
mörk má ekki vera vamarlaust land, það
má ekki skapa tómarúm, það býður árásar-
aðilum heim. Stórveldisfortíð Danmerkur
og stórveldisdraumar kotríkisins við Eyrar-
sund gerði hægrisinnaða danska stjóm-
málamenn enn harðari í andstöðu sinni
við kröfur íslendinga um aukið sjálfræði.
Höfundur rekur mjög nákvæmlega stjórn-
málaþrefið á Alþingi og þróun Tryggva
sem stjómmálamanns. Hann rekur uppvöxt
Tryggva og arfinn frá Grund, konunghoU-
ustu og nokkurt dálæti á Dönum, sem ein-
kenndi þingeyska bændur og útvegsmenn
um og eftir miðja 19. öld og síðar. At-
hafnasemi þeirra manna mátti rekja til
styrks af hákarlaútgerðinni við Eyjafjörð
um sama leyti. Höf. fjallar nokkuð um,
hversvegna Tryggvi var ekki sendur í
skóla, og rekur ýmsar ástæður fyrir því að
að því var ekki horfið. Ein ástæðan gæti
hafa verið sú, að óróinn í Latínuskólanum
kringum pereatið hafi hamlað áhugan-
um fyrir dvöl Tryggva í þeirri stofnun.
Höf. lýsir af nærfærni viðskiptum Tryggva
1 Bergsteinn Jónsson: Tryggvi Gunnarsson
III. bindi. Stjórnmúlamaður. Bókaútgáfa
Menningarsjóðs, 1972. 709 bls.
109