Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 60
Tímarit Máls og menningar Stelpurnar hennar Margrétar, það er að segja, dótturdætur hennar, þær eru mikil ágætishörn. Svo miklir dýra- og fuglavinir eru þær, að ekki aðeins hafa þær búið til heilagan grafreit, þar sem þær husla dánar mýs og smá- fugla, heldur flytja þær líka yfir moldum þeirra líkræður og syngja sálma. - Margrét Birna heitir elzta telpan, hún er rétt nýlega fermd. Eg teiknaði af henni mynd sem alveg óvart líktist ókunnugri kvikmyndadís. — Guðný er oftast presturinn við jarðarfarirnar og Herdís með spékoppana er alveg ómótstæðilegm- syrgjandi. Ég held að oftast nær flytji Guðný prestur hk- ræðurnar sínar hlaðalaust. Þó kemur það fyrir, að hún hripar þær niðurí litla vasabók, og það er óskup mikil skömm til þess að vita, að mér skuli hafa láðst að taka afrit af þeim, því aldrei á ævi minni hef ég fengið að vita fyrr en þar, hvað guðsorðið getur verið skemmtilegt. Guð er þar að vísu aldrei nefndur, en andinn - andinn segðu. Ef nokkurt kvikindi nokkru sinni kemst inn í Paradís, þá verða það mýsnar og smáfuglarnir systranna í Lyngholti. Annars eru það ekki bara hinir látnu, sem systurnar bera sér í hjarta og sinni, heldur eru þær með nefið niðri í hverri þúfnalaut í landareigninni, snuðrandi eftir mófuglshreiðrum, ekki þó í þeim tilgangi að ónáða íbúana, heldur langar þær svo afskaplega mikið til að auðga eggj akoppasafnið sitt heima. Til endurgjalds hvers eggs, er svo öllum fuglunum boðið uppá kaffi og lummur og húsflugur ef þeir vildu sýna lítillæti. Og það er alls ekki fá- títt að máríuerla, steindepill, þröstur og sólskríkj a — þó þetta séu nú ekki allt mófuglar - setjist á sylluna utan við gluggann, halli til höfðinu og gægist inn til að horfa á hversu snoturlega þær hafa hreiðrað um sig systurnar. En kötturinn, spyr ég. Er enginn köttur á bænum? Nei, segja þær óskup sorgmæddar í andlitinu. Hér er enginn köttur, en það var hér einu sinni kisa á næsta bæ. Hún tolldi aldrei heima hjá sér en var alltaf að stelast til okkar. Ég held hún hafi ekki verið að koma til að deyða fugla. - Það held ég ekki. - Henni þótti bara svo gaman að vera hjá okkur. Og hún var alveg ægilega vitur og svakalega falleg. - Og einu sinni sagði amma við hana: Farðu nú lieim til þín kisa mín og komdu ekki aftur fyrr en eftir hálfan mánuð. Og hún fór strax heim til sín og kom ekki aftur fyrr en eftir nákvæmlega fjórtán daga. - Heldurðu hún hafi ekki verið vitur? Og hvernig fór svo ? Svo fór það svoleiðis, að húsbóndinn heima hjá henni varð svo afbrýði- samur út í okkur stelpurnar, að einn góðan veðurdag fór hann með kisu langt út á sjó og drekkti henni. 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.