Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 23
Bréf
aði, svo að allir vöknuðu í húsinu: „Heivreka, heivreka!“ Það er útlagt:
Eg hefi fundið, eg hefi fundið! Svo hrópaði og Arkimedes forðum, er hann
fann lögmálið um þyngd fastra hluta í vatni. Hann var þá í baði. Eg var að
pissa í grábláa koppinn minn, er sending drottins var rétt inn til mín. Um
morguninn færði eg hana í letur. Þá leit hún svona út:
Það var morgunn hins efsta dags.
Eg kom nakinn fyrir dómstól drottins allsherjar, Iaut honum og sagði:
„Dýrð sé Guði föður, Syni og Heilögum anda! “ - Og umhverfis hásæti hans
slóðu skínandi hersveitir, er sungu Guði hósíanna.
Drottinn allsherjar leit til mín, opnaði lífsins bók og sagði: „Þú hefir
syndgað, sonur minn. Syndir þínar verða þér ekki fyrirgefnar.“
„Vissulega hefi eg syndgað,“ svaraði eg. „Fyrir því ber mér vist í riki
þínu.“
En Drottinn dómsins sagði: „Eg sendi þig til Heljar. Til Heljar dæmi eg
þig fyrir afbrot þín á jörðinni.“ Og hann benti mér í myrkrið fyrir utan, en
þaðan heyrðist grátur og gnístran tanna.
Og eg ávarpaði Drottinn spekinnar og sagði: „Þú hefir talað svo fyrir
munn postula þinna: „í vöggugjöf fekstu tvær náttúrur, góða og vonda.“
Hin góða náttúra mín var verk þinna handa, og hún framdi aldrei neina synd
á jörðinni. Hin illa náttúra var frá Hinum vonda, og hún drýgði allar syndir
mínar meðal mannanna. Sjálfur er eg ekkert annað en þessi andstæðu eðli.
Eg veit, að þú ert réttlátur dómari. Ef þú dæmir mig til Heljar, líður hin
góða náttúra min fyrir syndir, sem hún átti enga hlutdeild í. Og hin vonda
náttúra, sem var orsök synda minna, nýtur þar friðar og fagnaðar, því að í
Helju á hún ætt og óðul. En með englum og útvöldum hlýtur hún verðuga
refsingu, því að meðal heilagra í ríki himnanna er víti hins vonda. Sjá! Fyrir
því her mér vist í ríki þínu.“
Og Drottinn réttlætisins hneigði sig og sagði: „Satt segir þú, sonur minn.
Þetta hefir mér aldrei dottið í hug áður. Gakk inn í fögnuð herra þíns.“
Og það varð þögn umhverfis hásæti Drottins allsherjar. En hann mælti til
hinna skínandi hersveita: „Vér breytum skipulaginu.“
Og það varð bylting í ríki útvaldra.
Svona skrifa að eins þeir, sem guðirnir hafa útvalið lil að boða mannkyni
mátt orðsins. Það er elcki að eins formið, sem er yfirnáttúrlega smellið,
heldur kaffærir efni þessarar litlu sögu gervalla klerkaspekina gömlu um guð
13