Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 85
Aj palestínskum sjónarhól
Nú segið þið kannski: „Ótrúleg saga að tarna. Engin skepna gæti hagað
sér jafnheimskulega og þessi hestur.“ En athugum hana aðeins nánar. Hest-
urinn var langþjáður af þorsta og honum hafði oft sviðið sárt að sjá, hvern-
ig fóthvatur hjörturinn þaut framúr honum sjálfum. Þið sem ekki þekkið
þá kvöl og gremju af eigin raun, eigið erfitt með að skilja, að hatur og
blindni skyldi reka hestinn út í þessa heimskulegu fljótfærni. En hesturinn
féll auðveldlega í freistni vegna þeirra hrellinga, sem yfir hann höfðu gengið.
Það er mikið til í því, að auðveldara er að gefa öðrum góð og skynsamleg
ráð, heldur en að fara sjálfur eftir þeim. Ég fullyrði því við ykkur, að við
höfum öll einhvern tíma leikið hið aumlega hlutverk hestsins og eigum
sífellt á hættu að falla í þá freistni.
Ástæður eins og í þessari sögu skapast æ ofan í æ, bæði í lífi einstaklinga
og þjóða. í stuttu máli getum við sagt, að á þennan hátt sé hatri og andúð
á ákveðnum einstaklingi eða hópi beint gegn öðrum einstaklingi eða hópi,
sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér. En hvers vegna féll það svo oft
í hlut Gyðinga að leika hjörtinn í dæmisögunni? Hvers vegna beindist hatur
fjöldans svo mjög að þeim? Einkum vegna þess, að Gyðingar lifa meðal
flestra þjóða og vegna þess, að þeir eru of dreifðir og fámennir til að fá
varizt ofbeldisaðgerðum.“ Hér grípur Einstein á flestum höfuðeinkennum
og orsökum Gyðingahatursins, sem landlægt hefur verið um aldaraðir í
Evrópu. Og hann heldur áfram og tekur dæmi máli sínu til skýringar.
„Undir lok 19. aldar,“ segir hann, „engdist rússneska þjóðin undir oki
stjórnar sinnar. Heimskuleg mistök í utanríkisstefnunni urðu til þess að
espa fólkið enn frekar, svo að við lá að upp úr syði. í þessum ógöngum
reyndu stjórnendur Rússlands að forðast uppþot með því að æsa fólkið
upp í hatri og ofbeldi gegn Gyðingum. Þessi bellibrögð voru endurtekin
eftir að stjórnin hafði drekkt í hlóði uppreisninni árið 1905 - og þessi stjóm-
kænska kann vel að hafa átt sinn þátt í að hinir illræmdu valdhafar héldu
velli fram undir lok heimsstyrjaldarinnar.“
Þessi grein er rituð í skugganum af þeim ofsóknum sem hófust með valda-
töku nazista árið 1933 - skömmu áður en heimsstyrjöldin síðari hófst. Og
þótt höfundinn renni vart grun í þá ógnlegu atburði sem framundan eru fyrir
evrópska Gyðinga, þá er dimmur forboði í greininni, þar sem hann lýsir
Þýzkalandi samtímans.
„Þegar Þjóðverjar - segir hann - voru búnir að tapa styrjöldinni (1917-
18), sem hinar ráðandi stéttir landsins höfðu hrundið af stað, reyndu þeir
óðara að koma sökinni á Gyðingana, fyrst fyrir að koma stríðinu af stað,
75