Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Side 85

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Side 85
Aj palestínskum sjónarhól Nú segið þið kannski: „Ótrúleg saga að tarna. Engin skepna gæti hagað sér jafnheimskulega og þessi hestur.“ En athugum hana aðeins nánar. Hest- urinn var langþjáður af þorsta og honum hafði oft sviðið sárt að sjá, hvern- ig fóthvatur hjörturinn þaut framúr honum sjálfum. Þið sem ekki þekkið þá kvöl og gremju af eigin raun, eigið erfitt með að skilja, að hatur og blindni skyldi reka hestinn út í þessa heimskulegu fljótfærni. En hesturinn féll auðveldlega í freistni vegna þeirra hrellinga, sem yfir hann höfðu gengið. Það er mikið til í því, að auðveldara er að gefa öðrum góð og skynsamleg ráð, heldur en að fara sjálfur eftir þeim. Ég fullyrði því við ykkur, að við höfum öll einhvern tíma leikið hið aumlega hlutverk hestsins og eigum sífellt á hættu að falla í þá freistni. Ástæður eins og í þessari sögu skapast æ ofan í æ, bæði í lífi einstaklinga og þjóða. í stuttu máli getum við sagt, að á þennan hátt sé hatri og andúð á ákveðnum einstaklingi eða hópi beint gegn öðrum einstaklingi eða hópi, sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér. En hvers vegna féll það svo oft í hlut Gyðinga að leika hjörtinn í dæmisögunni? Hvers vegna beindist hatur fjöldans svo mjög að þeim? Einkum vegna þess, að Gyðingar lifa meðal flestra þjóða og vegna þess, að þeir eru of dreifðir og fámennir til að fá varizt ofbeldisaðgerðum.“ Hér grípur Einstein á flestum höfuðeinkennum og orsökum Gyðingahatursins, sem landlægt hefur verið um aldaraðir í Evrópu. Og hann heldur áfram og tekur dæmi máli sínu til skýringar. „Undir lok 19. aldar,“ segir hann, „engdist rússneska þjóðin undir oki stjórnar sinnar. Heimskuleg mistök í utanríkisstefnunni urðu til þess að espa fólkið enn frekar, svo að við lá að upp úr syði. í þessum ógöngum reyndu stjórnendur Rússlands að forðast uppþot með því að æsa fólkið upp í hatri og ofbeldi gegn Gyðingum. Þessi bellibrögð voru endurtekin eftir að stjórnin hafði drekkt í hlóði uppreisninni árið 1905 - og þessi stjóm- kænska kann vel að hafa átt sinn þátt í að hinir illræmdu valdhafar héldu velli fram undir lok heimsstyrjaldarinnar.“ Þessi grein er rituð í skugganum af þeim ofsóknum sem hófust með valda- töku nazista árið 1933 - skömmu áður en heimsstyrjöldin síðari hófst. Og þótt höfundinn renni vart grun í þá ógnlegu atburði sem framundan eru fyrir evrópska Gyðinga, þá er dimmur forboði í greininni, þar sem hann lýsir Þýzkalandi samtímans. „Þegar Þjóðverjar - segir hann - voru búnir að tapa styrjöldinni (1917- 18), sem hinar ráðandi stéttir landsins höfðu hrundið af stað, reyndu þeir óðara að koma sökinni á Gyðingana, fyrst fyrir að koma stríðinu af stað, 75
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.