Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 117
öryggið sem hagsmunagrundvaUað, ástlítið
hjónaband veitir.
Panduro er óspar á tákn, þau gegna því
hlutverki í sögunni að undirbyggja þenn-
an þátt í vitund Daníels sem hér hefur
verið lýst: óttann við röskun, endurmat,
raunveruleikann.
Og satt best að segja hefur Panduro áð-
ur tekist betur upp við að sýna framá upp-
sprettu og vöxt óttans í hugskotum per-
sóna sinna. Hér virðist mér líkast því þessi
fyrsti hluti hafi orðið til í hendíngskasti
því höfundinn hafi fýst að fara „lengra“
með vandann en hann hefur áður hætt sér.
En hversvegna fýsir höfundinn nú ann-
að en að lýsa þeirri blindu hríngiðu sem
hrífur persónur hans þegar sviknar uppi-
stöður lífsmats þeirra gefa sig?
Jú, sitthvað hefur átt sér stað í danska
þjóðfélaginu: heilafrystíngu kaldastríðs-
áranna er að ljúka, kapítalisminn í Dan-
mörku hefur tekið sögulegri þróun, stétta-
andstæðurnar hafa skerpst, þjóðin hefur
verið blekkt tilað gánga í eina sæng með
afturhaldsöflum við inngöngu í Efnahags-
bandalag Evrópu, ótrú á hina hefðbundnu
kratapólitík og úrræði hennar hefur grip-
ið um sig (sjá framgáng lýðskrumarans
Glistrups). Afleiðíng alls þessa er skarpari
vitund á flestum sviðum, bókmenntir eru
þar ekki undanskildar, þær leita á ný jarð-
sambands eftir lánga fjarveru.
Það afl sem í umfjallaðri bók er látið
tákna sprota þessara nýju viðhorfa er
Unglíngauppreisnin svonefnda (Ungdoms-
opröret). Hvað er þessi únglíngauppreisn?
Eftilvill er hin misheppnaða byltíng í
Frakklandi 1968 ljósasta (eða frægasta)
dæmið um það sem átt er við. Þar brotnaði
á vormánuðum ’68 alda sem lengi hafði ver-
ið að rísa. Hin sundurleitustu öfl mættust
í sótthitakenndri andstyggð á þjóðfélags-
fyrirkomulagi hinna iðnþróuðu þjóða alls-
nægtaheimsins - en forsendumar og mark-
TJmsagnir um bœkur
miðin vom of ólík tilað tækist að leiða
þessi öfl saman gegn andstæðíngunum
nema stutta stund. Olía björgunarsveita
kerfisins slævði öldumar. Gripið var til
ýmissa ráða. I Frakklandi var búið til
lýðræði af glænýrri tegund, það var af því
tagi að minnihlutinn getur ekki sigrað í
kosníngum jafnvel þótt hann sé löngu orð-
inn meirihluti (sjá nýafstaðnar kosníng-
ar). Á Italíu var að venju beitt mddalegri
aðferð: kylfunni.
Á Norðurlöndum fór allt hægar af stað.
Kratar hafa þar lengi haldið í stjómar-
tauma, klipið ljótustu agnúana af kapítal-
ismanum - og engin álíka ofbeldishefð og
í Frakklandi og Italíu fyrirfinnst á Norð-
urlöndum.
Hver voru baráttumál Unglíngauppreisn-
arinnar þegar hún hætti „bara að vera í
uppreisn" og tók að hugsa? Jú, ekki vant-
aði baráttumálin; fjarstæðukenndustu hóp-
amir vildu leysa þjóðimar undan okinu
annaðhvort með því að setja LSD í vatns-
geyma eða skylda alla tilað hafa samfarir
4 sinnum á dag.
En kröfur meginstraumsins í Danmörku
vom um endurmat á neyslukerfinu, nýtt
gildismat bæði á manneskjunni og um-
hverfinu, raunhæfari utanríkisstefnu,
frjálsar menntastofnanir, virkt atvinnulýð-
ræði - róttækustu brotin í hreyfíngunni
boðuðu og unnu að algjörri byltíngu á
efnahagskerfinu og að stéttastríði.
Sameiginlegt var það flestum hópum
andófs- og byltíngarhreyfíngarinnar að
þeir notuðu marxisma í einhverri skygg-
íngu sem tæki til að greina í sundur ferlin
í samfélaginu. Marxisminn var tekinn up|)
við hinar aðskiljanlegu deildir háskólans
sem aukafag; má nefna að í greinum
einsog byggíngarlist, sálarfræði og bók-
menntum skipaði marxisminn skyndilcga
öndvegi.
107