Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 99
Framtíð kapítalismans
nýlendum. Atferli Breta í Indlandi er Jdó líklega þekktast allra slíkra dæma.
Skömmu áður en Bretar komu til Indlands var þar eitt háþróaðasta menn-
ingarsvæði heimsins, en það var rænt miskunnarlaust og þannig leikið, að
nú fyllir það flokk fátækustu og vanþróuðustu landa veraldar.
Hin hlið þessara mála var eins og venjulega upphleðsla fjármagns á mið-
svæðunum. Eric Williams, núverandi forsætisráðherra Trinidad og Tobago,
segir í nytsömu og fræðandi riti, Capitalism and Slavery (Kapítalismi og
þrælahald), að iðnbyltingin í Englandi hafi verið fjármögnuð með beinum
og óbeinum gróða af þrælahaldi í Vestur-Indíum. Brooks Adams telur í bók
sinni, The Law of Civilization in Decay (Lögmál hnignandi siðmenningar),
að ránsfengnum frá Indlandi beri þessi heiður. Báðir hafa þeir á rétlu að
standa.
í kjölfar sigurvegaranna, fyrstu kynslóðar kúgaranna, fylgdu menn, er
leggja vildu fé í arðbær fyrirtæki, kaupmenn, bankastjórar, stjórnendur og
ráðgj afar, - allir þeir, sem stuðluðu að því að gera nýlendur og hálfnýlendur
að stöðugri gróðauppsprettu fyrir hinn kapítalíska kjarna. Sá varð árangur
starfs þeirra, að fram kom hið einkennandi munstur á efnahagslegum tengsl-
um jaðarsvæða og miðsvæðis. Jaðarsvæðið var sérhæft til að framleiða hrá-
efni fyrir miðsvæðið og varð jafnframt markaður fyrir fullunnar framleiðslu-
vörur miðsvæðisins. Samtímis þessu féllu flest fyrirtæki jaðarsvæðanna í
hendur kapítalista á miðsvæðinu, og þeir stungu bróðurpartinrun af gróðan-
um í eigin vasa.
Ofugþróuninni á jaðarsvæðunum var þannig komið í fastar skorður, en
miðsvæðinu varð kleift að þróast með hjálp þeirra auðæfa, er það saug úr
fylgiríkjum sínum.
Á þessu stigi málsins vil ég víkja frá meginefninu og benda á, að þetta
mynstur, þ. e. þróað og ríkt miðsvæði annars vegar en jaðarsvæði rúið auð-
æfum hins vegar, er ekki aðeins einkennandi fyrir samband þróaðra kapítal-
ískra landa og nýlendna eða hálfnýlendna þeirra. Að vísu birtist það þar í
sínu hrikalegasta veldi, en þetta mynstur kemur einnig fram innan beggja
svæða. Lítum til dæmis á Brasilíu, sem er, hvað viðkemur náttúruauðlindum
og landfræðilegum möguleikum, eilt af auðugustu löndum veraldar. Þar má
sjá samþjöppun auðæfa og iðnaðar á litlum þríhyrningi kringum Rio de
Janeiro, Belo Horizonte og Sao Paulo. I öðrum hlutum landsins ríkir öfug-
þróun og stöðugt ömurlegri fátækt. Sama fyrirbærið má líta innan kapítal-
íska miðsvæðisins. Vegalengdin milli Harlem og Park Avenue er reyndar
ekki nema tvær til þrjár mílur; hræðileg örbirgð og gegndarlaus auður hlið
89