Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 98
Tímarit Máls og menningar
eins og þið heyrið, varast ég að segja, að Nýi heimurinn hafi „fundizt“ þá*,
- að lokum breyttist þróunin. Þyngdarpunkturinn færðist til. Fyrst til Spán-
ar og Portúgal, síðan til Hollands, Frakklands og Englands, og undir vernd-
arvæng þessara ríkja náði hinn nýi verzlunarkapítalismi fótfestu um allan
heim.
Þetta voru þó alls ekki endalokin. Þegar leið á 19. öldina, komu ný kapítal-
ísk miðsvæði, einkum Bandaríkin, Þýzkaland og Japan, til sögunnar, og um
aldamótin var allur heimurinn klofinn í tvær andstæður. Annars vegar var
tiltölulega smár, þróaður kapítalískur kjarni, sem samanstóð af fáeinum lönd-
um, aðallega í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku. Hins vegar var geysi-
víðlent, öfugþróað jaðarsvæði, þar sem efnahagsleg og menningarleg öfug-
þróun átti sér stað. Á þessu jaðarsvæði hvíldi kapítalíski kjarninn, og úr
því dró hann að miklu leyti næringu sína.
Lítum nú á, hvað gerðist í kúguðu og arðrændu löndunum. Alls staðar
þar sem hin upphaflega samfélagsgerð var ósamræmanleg arðráni sigurveg-
aranna eða gerðist þeim Þrándur í Götu, - og það gerðist alls staðar, -
alls staðar var samfélagsgerðinni hreytt með valdi og hún eyðilögð. En það
hafði í för með sér afdrifaríkar afleiðingar fyrir íbúa þessara svæða og
menningu þeirra.
í æðislegri sókn eftir gulli gripu Spánverjar og Portúgalir ekki aðeins það,
sem þeir gátu stolið. Þeir neyddu einnig frinnbyggjana til að vinna í námum,
en þar drápust þeir í hrönnum. Innfæddir íbúar eyjanna í Karabíska hafinu
voru bókstaflega þurrkaðir út á tveimur til þremur kynslóðum, og í stórum
hluta Mið- og Suður-Ameríku var eina lífsvon Indíána að hopa inn í frum-
skóginn eða upp til fjalla. Til þess að fá nauðsynlegt vinnuafl í námur og á
plantekrur komu arðræningj arnir sér upp þrælaverzlun. Stór svæði í Afríku
urðu nú veiðilendur þrælafangara, og urðu afdrifaríkar breytingar bæði á því
samfélagi, sem þrælarnir voru fluttir frá, og því, sem þeir voru fluttir til. í
Vestur-Indíum, Mið- og Suður-Ameríku og í Afríku, — þ. e. á þeim svæðum,
er liggja að Suður-Atlantshafi, — sjáum við ef til vill skýrast baksvið þeirrar
myndar, sem sýnir feikileg auðæfi þrælasala í Liverpool og öðrum hafnar-
borgum Englands, Frakklands og Nýja Englands. Öfugþróimin gerðist með
öðrum en síður en svo vægari hætti í Austurlöndum fjær. Hollendingar merg-
sugu Austur-Indíur, og skipulögðu þar eitthvert áhrifaríkasta arðránskerfið í
* Samanber ræð'u Stokeley Carmichaels, er hann hélt á þessari ráðs^efnu og birtist í
TMM 1.-2. ’72.
88