Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 34
Tímarit Máls og menningar
telja varnarliðið j afnnauðsynlegt og hann telur nú? Forustusveit Sjálfstæðis-
fiokksins er ekki sem geðslegastir bandamenn lýðræðissinnaðra þjóða, áhugi
hennar á gróðaaðstöðu í sambandi við varnir landsins bendir ekki til mikilla
heilinda gagnvart þeim, sem þeir telja bandamenn sína. Þeir virðast litlu
vilja fórna af því, sem þeim er kærast, sem er gróðinn. Sá hugsunarháttur, að
græða á bandamönnum sínum, er vægast sagt fremur lágkúrulegur. En þessi
er afstaða tötraborgarans bæði hér og annars staðar í heiminum. Menntun og
menning hafa löngum verið olnhogabörn Sj álfstæðisflokksins, þar til flokk-
urinn sá fram á það skömmu eftir síðustu heimsstyrj öld, að við svo búið
mátti ekki standa og stóð að stofnun bókafélags, sem skyldi verða flokknum
flotholt á hafsjó menningar og mennta. Félag þetta skyldi gefa út rit, sem
ekki væru flokknum né hagsmunum borgarastéttarinnar beint fjandsamleg.
Tilraunir höfðu áður verið gerðar til þess að eigna Sjálfstæðisflokknum vissa
höfunda og viss rit, aðallega í þeim tilgangi að vinna gegn róttækum skáldum
og rithöfundum og þá einkum þeim, sem flokkurinn taldi stefnu sinni hættu-
legastan, sem var um fjölda ára Halldór Laxness. En barátta flokksins og
Morgunblaðsins gegn honum bar aldrei þann árangur, sem aðstandendur
blaðs og flokks væntu. Reynt var að upphefja vissar skáldsögur sem þjóðlegar
og réttar gegn óþjóðlegum ritum þessa höfundar, en allt það brölt kom fyrir
lítið. Það virðist sem Sjálfstæðisflokksforustunni hafi þótt mælirinn fullur
þegar Atómstöðin kom út, en sú skáldsaga er sannasta samtímalýsing áranna
eftir síðari styrjöldina og þar var dregin upp mynd þeirra aðila, sem lögðu
grundvöllinn að utanríkisstefnu íslands næstu tvo áratugi. Sjálfstæðisflokk-
urinn reyndi að koma í veg fyrir að bók þessi yrði þýdd á erlendar tungur
og sýndi fátt betur heimóttarhátt og kauðsku forustumannanna og vottaði
jafnframt réttdæmi höfundarins.
Menningarleg uppreisn borgarastéttarinnar og þá einnig Sjálfstæðisflokks-
ins varð þó ekki sú upprisa, sem að var stefnt fyrir þá aðila. Aftur á móti
hefur félag þetta gefið út ýmsar gagnlegar og þarfar bækur, án þess þó að
finna megi áhrif þeirra í víkkaðri meðvitund og aukinni menningu íslenzkrar
borgarastéttar og jafnvel þótt gefin væru út rit og bókmenntaverk, sem rituð
voru á ritstjórnarskrifstofum Morgunblaðsins, höfðu þau ei að heldur nein
áhrif í þá átt. Tilraunir flokksblaðanna í þessa átt hljóta alltaf að verða mjög
takmarkaðar og tilburðir þeirra eru Sisyfusarraun, þegar bezt lætur, sökum
þess að meðan tötraborgarar ráða Sjálfstæðisflokknum og blöðum hans
stríðir öll menningarviðleitni gegn hagsmunum þeirra, og er þeim sjálfum
því mjög hættuleg. Þetta má meðal annars marka af afstöðu íslenzkra náms-
24