Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 29
Tímabil tötraborgaranna
fyrir lýðræði og frelsi á bandarískan hátt hefur að því er virðist fullnægt
þeirri sáru sjálfsréttlætingarþörf, sem þjakað hefur íslenzka smáborg-
arastétt. í þeirri baráttu virðist hluti stéttarinnar finna til þýðingar sinnar
sem hlutgengs aðila í tengslum við bandaríska smáborgara. Því er ekki að
undra þá fylgispekt og tryggð, sem sterk pólitísk öfl hér á landi sýna banda-
rískum hagsmunum hérlendis og um allan heim. Tötraborgarar og hlutar
borgarastéttarinnar réttlæta sig og eiga sér sitt gildi í sameiginlegri baráttu
fyrir frelsi og lýðræði bandarískrar heimsvaldastefnu. Afstaða þessara afla
í utanríkismálum íslands er skiljanleg, ef þetta er haft í huga. Sú algjöra
blinda og þjóðviilingsháttur í utanríkismálum, sem einkennir skrif og stefnu
stjórnarandstöðunnar nú verða ekki skilin nema á þessum forsendum.
Stétt, sem getur ekki rétdætt tilveru sína innan íslenzks samfélags og starfar
gegn íslenzkri menningararfleifð og er í andstöðu við íslenzkar siðgæðis-
hugmyndir og manngildismat, grípur fegin við tækifærinu að réttlæta sjálfa
sig og tilveru sína með „Við lifum fyrir vestrið; við deyjum fyrir vestrið ...
Dollarinn skal standa“. En þessi smáklausa úr Atómstöðinni þýðir á máli
„ábyrgra lýðræðissinna“ barátta fyrir lýðræði og frelsi.
Það dregur ekki úr þýðingu „fundinnar sj álfsréttlætingar“ að henni fylgdu
og fylgja ýmiskonar sporslur og efnaliagslegt hagræði.
Snögg og ör fjölgun hefur orðið í íslenzkri borgarastétt og hinn stóri hluti
stéttarlegra umskiptinga innan hennar er hvað ginnkeyptastur fyrir einfeldn-
ingslegri rökleiðslu og lítur líf, hegðunarmáta og mat staðlaðs bandarísks
millistéttarmanns sem væri það einn „fjólublár draumur“. Því er ekki að
undra þótt lævíslegur áróður og grófustu alhæfingar í pólitískum efnum eigi
auðvelt með að rugla og skekkja raunsætt mat á atburðum líðandi stundar
innan lands og utan. Þegar búið er að staðla meðlimi klúbbanna til ákveð-
ins gildismats og skoðanamótunar og þeir hafa fundið hina sönnu sjálfsrétt-
lætingu í baráttunni, þá er forheimskunin komin vel á veg.
Fyrst í stað var farið nokkuð geyst í baráttunni, eftir að herstöðin var
komin upp og búið var að tryggja „samstöðu íslendinga með öðrum lýð-
ræðisþjóðum". Tilraun var gerð til þess að koma upp íslenzkum liðsveitum
á Keflavíkurflugvelli. Umlilaupandi strákar og lausingjalýður skyldu vera
kjarninn í íslenzkum hj álparsveitum bandarísks liðs. Þetta gekk hörmulega,
illa gekk að kenna liðsmönnum undirstöðu hermennskulistarinnar, marsér-
ingar gengu stirðlega og ýmiskonar órói var í liðsmönnum, sem engin ögun
dugði við. Sveit þessi var því bráðlega leyst upp, sumir hurfu brott, aðrir
gerðust sóparar og sumir eru enn þar syðra og hafa fengið verðlaun nýlega.
19