Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Page 29

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Page 29
Tímabil tötraborgaranna fyrir lýðræði og frelsi á bandarískan hátt hefur að því er virðist fullnægt þeirri sáru sjálfsréttlætingarþörf, sem þjakað hefur íslenzka smáborg- arastétt. í þeirri baráttu virðist hluti stéttarinnar finna til þýðingar sinnar sem hlutgengs aðila í tengslum við bandaríska smáborgara. Því er ekki að undra þá fylgispekt og tryggð, sem sterk pólitísk öfl hér á landi sýna banda- rískum hagsmunum hérlendis og um allan heim. Tötraborgarar og hlutar borgarastéttarinnar réttlæta sig og eiga sér sitt gildi í sameiginlegri baráttu fyrir frelsi og lýðræði bandarískrar heimsvaldastefnu. Afstaða þessara afla í utanríkismálum íslands er skiljanleg, ef þetta er haft í huga. Sú algjöra blinda og þjóðviilingsháttur í utanríkismálum, sem einkennir skrif og stefnu stjórnarandstöðunnar nú verða ekki skilin nema á þessum forsendum. Stétt, sem getur ekki rétdætt tilveru sína innan íslenzks samfélags og starfar gegn íslenzkri menningararfleifð og er í andstöðu við íslenzkar siðgæðis- hugmyndir og manngildismat, grípur fegin við tækifærinu að réttlæta sjálfa sig og tilveru sína með „Við lifum fyrir vestrið; við deyjum fyrir vestrið ... Dollarinn skal standa“. En þessi smáklausa úr Atómstöðinni þýðir á máli „ábyrgra lýðræðissinna“ barátta fyrir lýðræði og frelsi. Það dregur ekki úr þýðingu „fundinnar sj álfsréttlætingar“ að henni fylgdu og fylgja ýmiskonar sporslur og efnaliagslegt hagræði. Snögg og ör fjölgun hefur orðið í íslenzkri borgarastétt og hinn stóri hluti stéttarlegra umskiptinga innan hennar er hvað ginnkeyptastur fyrir einfeldn- ingslegri rökleiðslu og lítur líf, hegðunarmáta og mat staðlaðs bandarísks millistéttarmanns sem væri það einn „fjólublár draumur“. Því er ekki að undra þótt lævíslegur áróður og grófustu alhæfingar í pólitískum efnum eigi auðvelt með að rugla og skekkja raunsætt mat á atburðum líðandi stundar innan lands og utan. Þegar búið er að staðla meðlimi klúbbanna til ákveð- ins gildismats og skoðanamótunar og þeir hafa fundið hina sönnu sjálfsrétt- lætingu í baráttunni, þá er forheimskunin komin vel á veg. Fyrst í stað var farið nokkuð geyst í baráttunni, eftir að herstöðin var komin upp og búið var að tryggja „samstöðu íslendinga með öðrum lýð- ræðisþjóðum". Tilraun var gerð til þess að koma upp íslenzkum liðsveitum á Keflavíkurflugvelli. Umlilaupandi strákar og lausingjalýður skyldu vera kjarninn í íslenzkum hj álparsveitum bandarísks liðs. Þetta gekk hörmulega, illa gekk að kenna liðsmönnum undirstöðu hermennskulistarinnar, marsér- ingar gengu stirðlega og ýmiskonar órói var í liðsmönnum, sem engin ögun dugði við. Sveit þessi var því bráðlega leyst upp, sumir hurfu brott, aðrir gerðust sóparar og sumir eru enn þar syðra og hafa fengið verðlaun nýlega. 19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.