Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 43
Tímabil tötraborgaranna
ekki og andstaða siðaðri hluta borgarastéttarinnar varð óvirk, enda undir
stöðugum áróðri Natósinna. Aður er getið um mótmæli menntamanna og
rithöfunda gegn Keflavíkursj ónvarpinu, en þau snertu marga heldur óþægi-
lega, svo að jafnvel sumir stjórnarsinnar virðast hafa áttað sig á niðurlæg-
ingunni. Rokið var til og komið upp íslenzku sjónvarpi en þess gætt jafn-
framt að það yrði ekki of mikil andstæða hermannasjónvarpsins á Miðnes-
heiði. Enn þann dag í dag hafa einföldustu þj ónustuandar bandarískra hags-
muna hér á landi ekki gleymt þeim óleik, sem íslenzkir menntamenn gerðu
þjóðvillingsstefnu Sjálfstæðisflokksins með mótmælum sínum.
Þýðingarmesta andstaðan gegn hernámi hugarfarsins, sljóvgunar- og for-
heimskunarherferð fjölmiðla Sjálfstæðisflokksins, kom frá skáldum og rit-
höfundum, Alþýðubandalaginu og miklum hluta kjósenda Framsóknar-
flokksins. Merkasta heimildin um upphaf þj óðvillingsstefnunnar er Atóm-
stöð Halldórs Laxness og Sóleyjarkvæði Jóhannesar úr Kötlum. Guðmundur
Böðvarsson, Snorri Hjartarson ásamt flestöllum yngri skáldum þjóðarinnar
skynjuðu hættuna og mörkuðu sér afstöðu eftir því, sama gilti um rithöf-
unda, málalið Morgunblaðsins er hér vitaskuld undanskilið. Því lengra sem
leið á viðreisnartímabilið, því ákveðnari varð afstaða yngri kynslóðarinnar
gegn herstöðvasinnum, þetta náði jafnvel inn í raðir yngri Sjálfstæðismanna,
þótt shkt jafnist á við morð í þeim herbúðum.
Sönnust lýsing á viðreisnarstj órninni eru þessi orð skáldsins „flærð og
þýlund hreykjast í hæstu sætum“. En flærðin er flotholt eymingjans og þý-
lundin hlýtur alltaf „herra sinna spark“. Og loks kom að því að hin langa
nótt þjóðvillu og vesalmennsku viðreisnarstj órnarinnar var liðin, en þar með
var ekki lokið starfsemi níðhögga Sjálfstæðisflokksins. Þeir stunduðu sína
sérstæðu starfsemi áfram, með þeim aðferðum, sem þeim hafa löngum
eiginlegastar verið. Þær aðferðir opinberuðust glögglega í sambandi við
náttúruhamfarimar í Vestmannaeyjum og afleiðingar þeirra.
Sj álfstæðisflokkurinn og aftaníossi hans Alþýðuflokkurinn hugðust nota
tjón Vestmanneyinga og þjóðarinnar allrar sjálfum sér til framdráttar.
Stjórnarandstaðan ætlaði að koma því höggi á vinstri stjórnina, að hún félli.
Fyrst og fremst skyldu aðstæður notaðar til þess að betla sem mest fé út úr
Bandaríkjamönnum, með því álti að koma í veg fyrir sjálfstæða utanríkis-
stefnu í framtíðinni og imi leið myndu landsmenn hnýtast Bandaríkj unum,
fullkomið leppríki sást í hillingum. Fyrst var logið upp þeirri sögu, að
Bandaríkj amenn byðu stjórninni tíu miljarða styrk, fyrir þessu var borinn
starfsmaður í utanríkisráðuneytinu, nafngreindur. Þessi saga barst með þeim
3tmm
33