Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 31
Tímabil tötraborgaranna
rugl, sem birzt hefur í blaði hér á landi og er nokkur von til, því að blað
mannsins, Morgunblaðið, virðist oft og tíðum ganga svo langt í þjónkun við
bandaríska utanríkisstefnu að jafnvel einföldum Bandaríkj amönnum hlýtur
að slá fyrir brjóst. Meðan öll blöð, bæði vinstri og hægri, alls staðar í Vestur-
Evrópu og einnig New York Times, fordæmdu aðgerðir Bandaríkjamanna í
Víetnam nú um jólin s. 1. þá minntist þetta blað varla á atburðina, eða faldi
villandi frásagnir sínar sem bezt. Á hvaða stigi er borgarastétt, sem á slíkan
málsvara? Utanríkisstefna íslendinga frá 1959-1971 var mótuð af Sjálfstæð-
isflokknum og er það eitt ömurlegasta tímabil í sögu utanríkismála íslend-
inga. Algjör þjónkun við bandaríska hagsmuni í smáu og stóru, bæði innan-
lands og utan. Tekið var að telja ísland eitt af leppríkjum Bandaríkj anna á
vettvangi Sameinuðu þjóðanna og undirlægjuhátturinn og eymingjskapurinn
var slíkur, að fiflalegan mátti kalla. ísland skar sig frá öðrum Norðurlöndum
i afstöðunni til inntöku Kína, til Grikklands, til Víetnams, til kynþáttadeilna
og nýlendukúgimar. Tötraborgaramarkið leyndi sér ekki. Stefna flokksins í
innanlandsmálum markaðist af þjónkun við erlenda aðila og þá hagsmuna-
hópa innlenda, sem hugðust græða á þeirri þjónkun. Unnið var að því að
erlendir auðhringar reistu hér iðjuver í tengslum við virkjanir íslenzkra fall-
vatna og skyldi orkan seld sem ódýrast, en landsmenn látnir borga hallann,
sem yrði á sölunni. Reynt var að lækka vinnulaun sem mest, til hags erlend-
um aðilum og jafnframt var fiskiskipaflotinn látinn drabbast niður af ráðn-
um hug, því að hér skyldu rísa iðj uverastassj ónir og allt vinnuafl nýtt í þeirra
þágu. Flokkurinn stóð að landráðasamningi um landhelgismálið 1961, sem
hefur verið eini trafalinn til almennrar viðurkenningar á útfærslu landhelg-
innar nú.
Nú þegar Sj álfstæðisflokkurinn er í stjómarandstöðu, hefur hann uppi
sömu tilburði í utanríkismálum, reynir að hamla gegn sjálfstæðri utanríkis-
stefnu og hefur uppi úrtölutilburði í landhelgismálinu, bæði beint og óbeint
og í þessum málum kemur honum í góðar þarfir sá hluti íslenzkrar borgara-
stéttar, sem hefur staðlazt í klúbbunum og forheimskazt af áróðursþvættingi
Morgunblaðsins. Það verður ömurleg útkoma þegar þetta fer saman, andlegt
uppeldi í Heimdalli, gagnrýnislaus lestur leiðara og stjórnmálaskrifa Morg-
unblaðsins, smáborgarastöðlun klúbbanna og innræting bandarískra hags-
muna. Það er likast því sem Sj álfstæðisflokkurinn sé nokkurs konar selstöðu-
flokkur bandarískrar heimsvaldastefnu. Innrætingin hefur tekizt svo vel að
forustumenn flokksins hafa gleymt því, að ísland er sjálfstætt ríki. Stjóm-
málastefna flokksins er öll í þá veru. Þetta er meira en lítið furðulegt, því
21