Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 66
Tímarit Máls og menningar
63
Nú hef ég sjálfur verið sjúklingur á Kleppi. Það var verið að rannsaka tauga-
kerfið í mér, því það er mér óskilj anlegt, hve mér hefur liðið illa svo óskup
langan tíma. Óhæfur með öllu til starfa og stöðugt ringl og verkur í hausn-
um nema þegar ég ligg útaf. - Ég get lesið og hugsað mér til afþreyingar,
en strax og ég stíg í fæturna yfirþyrma mig óþægindin. Að sitja á stóli og
púnkta þetta niður á ritvélina mina er mér lengst af kvalræði svo allt skrifið
vill gjarna fara í göndul. Og þó skrifa ég. Ég veit það er allt saman ómerki-
legt og þó skrifa ég. Hvers vegna er ég að þessu skrifi? Ég veit það ekki. -
Og þó skrifa ég.
Jæja, fari það allt saman í kolsvart myrkrið. Bráðum er ég dauður, týndur
og gleymdur, og þó skrifa ég.
Þetta er eins og geðveikur maður sé að tala.
Það var mjög ánægjulegt að vera sjúklingur á Kleppi. Ég var hafður á
rólegri deild, af því ég nennti hvorki að öskra eða slást og hafði enda ekki
heilsu til þessháttar skemmtanalífs. Allt hjúkrunarfólkið var mjög elskulegt
og mikið betra en þegar ég var þar hjúkrunarmaður sjálfur. Raunar var ég
ekki nema gervihjúkrunarmaður, en var titlaður sem slíkur í fullri alvöru.
Hún doktor Hólmfríður er þannig í sniðum, að hefði hún verið strákur
þegar ég var unglingur, þá mundum við hafa orðið óaðskiljanlegir vinir. En
mér leyfðist ekki langur tími til að vera ómagi á þessum prýðilega stað. Því
var nú skollans ver. Þó gafst mér tóm til að flatmaga í sólskini garðsins alla
þá daga sem dvöl mín treindist og horfa á þrastahjón sem áttu sér eggjakörfu
í greinum eins trésins, það var ómetanlega fagnaðarríkt. Og sjúklingarnir
lágu hérna mér til samlætis og mér þótti ég vera kominn heim. Ég hló að
sjálfum mér og fannst það mjög skemmtilegt að vera orðinn einn af þeim.
En þrestirnir yfirgáfu hreiðrið sitt. Það var mjög sorglegt. Ætli þeir hafi
þolað hljómlistina okkar?
64
í dag hentu mig tvö skemmtileg atvik: Jón Helgason rithöftmdur kom heim
til mín og færði mér tvö þúsund kr. ávísun fyrir smákvæði sem innan skamms
birtast í Tímalesbókinni hans. - Og svo lauk ég við að lesa Sumar í Selavík,
skáldsögu eftir Kristmann Guðmundsson. — Þetta er mjög hugþekk saga um
ástina. Hvað annað? Kristmann skrifar ógjarna um annað en ástir ungs
fólks. Og þó þessi saga hans eigi fremur skylt við huldufólk en okkar ágæta
barbarisma, sem við köllum mannlíf, þá er hún svo fersk og kunnáttusamlega
56