Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 30
Tímarit Máls og menningar
Þrátt fyrir mistökin var síðar efnt til félagsstofnunar, sem skyldi á æðri hátt
gegna hlutverki liðssveitarinnar sáluðu, en það var „félag ungra áhugamanna
um vestræna samvinnu“. Félagsskapur þessi er mjög vel séður af bandamönn-
um íslendinga og hefur reynt að koma á framfæri nauðsyn varna hér á landi
og brýnt mjög fyrir mönnum að tryggja Islendingum þau göfugu örlög að
verða með fyrstu skotmörkum í væntanlegmn átökum austurs og vesturs.
Auk þess hafa félagsmenn ýmiskonar hagræði af félagsskapnum. Þeir fá
stundum að skoða herstöðvar og bjóða stundum undirkontóristum úr her-
málaráðuneytum vinaþjóða, svo sem Breta og Vestur-Þjóðverja, hingað til
ræðuhalda og til að hvetja sjálfa sig til vökullar varðstöðu.
En shkir skrípatilburðir, liðsveitin og áliugamannafélagið, virðast hafa
haft lítil áhrif til beinnar forheimskunar almennings. Klúbbarnir eru
varasamari, því að víða fullnægja þeir að nokkru ráði félagsþörfum manna,
einkum á smærri stöðum og móta á margvíslegan hátt afstöðu manna, án
þess að margir þeir, sem þar eru félagar viti í raun um hinn sanna tilgang
þeirra. Sá veikleiki, sem mörgum er meðfæddur, snobbisminn, rennir nokkr-
mn stoðum undir áhrifamótun klúbbanna og auk þess hafa þeir að yfirskini
ýmsa mannúðarstarfsemi, styrkja efnilega námsmenn til náms, og þá einkum
í Bandaríkjunum, gefa til sjúkrahúsa og annarra guðsþakka um leið og
áhrifamestu félagarnir stunda bandaríska manngildishugsj ón, með því að
græða sem allra mest á náungum sínum. Tengsl klúbbanna við móðurlandið
má marka stöku sinnum í raun, svo sem þegar nokkur vagnhlöss meðlima
eru flutt í herstöðina á Miðnesheiði og öðlast þar aukinn skilning á þýðingu
herstöðvarinnar fyrir land og þjóð, fá að tala þar við bandaríska soldáta og
taka í höndina á aðmírálnum. Shkir eru „skrípaleikirnir á torgum fífl-
anna.“
Glöggt dæmi um bandaríska ásælni er Keflavíkursjónvarpið. Um það hefur
margt og mikið verið ritað og afstaðan til þess skiptir sköpum með mönnum,
hvort þeir megi teljast þjóðvillingar eða ekki. Eðlileg viðbrögð við rekstri
þess voru mótmæli fjölda menntamanna hér um árið, en sá hópur var ekki
vel séður af tötraborgurum og blöðum á þeirra snærum. Þeir voru nefndir
sextíumenningarnir og taldir skaðræðismenn ef ekki laumukommar af mál-
svörum forheimskunarherferðarinnar. Eitt blaðamannafyrirhrigði tók sig
til og skrifaði yfirmanni herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli betlibréf og
fór þess á leit að hann sinnti alls ekki mótmælum shkra manna og á milli hn-
anna mátti lesa að hann skyldi fara sínu fram og nota jafnvel lið sitt til að-
gerða ef í odda skærist. Þetta plagg er og verður eitt alræmdasta landráða-
20