Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 111
Ibsen í engilsaxnesku Ijósi
í lás! — Enn betur hefur þó tekizt uin sjálfa persónusköpunina, þar sem er
Hedda Gabler. Hún er í fyrirsögn höfundar um allt, sem á sviðinu skal
vera, látin vera „fölleit“ yfirlitum. Þessi kaldlegi fínleiki litanna kemur jafn-
framt fram í fyrirmælum um innanbúnað aftara herbergisins á sviðinu.
Hengilampinn þar er með fölbláum glerkúppli. Innanbúnaður þessa herbergis
er allur annar en framsviðsins. Þetta er einkastofa Heddu, hælið, þangað
sem bún leitar, þegar þau leiðindahjú, Tesmansystkinin, taka að ræða saman
einkamál sín. Og þegar hún er orðin eins konar fangi, er þessi einkastofa
hennar allt í einu undirlögð af Theu Elvsted og Tesman, eiginmanninum.
Hún á þá ekki lengur neinn heim að hverfa til. Persóna Heddu er einnig í
vissu samræmi við birtuna í sviðsherbergjunum. Gagnstælt hinum tveimur
fellur henni ekki birta, og svo dregur hún gluggatj öldin fyrir. Hæfilega litla
birtu vill hún liafa í stofunni - með öðrum orðum: hún vill ráða - leika
sér að meðbræðrum og systrum, en bara hæfilega lítið, ekki það mikið, að
sjálfri stafi henni hætta af leiknum. Þegar hún loks tekur að rázka með ör-
lög Lövborgs, er það boðað þannig, að hún dregur gluggatjöldin frá og leyf-
ir dagsbirtunni að streyma inn. Jafnframt bætir hún á eldinn í ofninum.
Hvorttveggja eru alveg eðlilegar athafnir, en fá þannig dýpri merkingu og
táknræna. Ofninn og eldurinn, eins og dagsljósið - verða hér veigamikil tákn.
Svipaða og einkennandi tilætlan hefur bakpokinn — tákn frelsisins, - sem
þau hafa meðferðis, Lona Hessel og Ulrik Brendel, en bæði eru í uppreisn
gegn hinu venjubundna í þjóðfélaginu. Bakpokinn er sömuleiðis áberandi
partur í ferðabúnaði Hildu, þegar hún birtist og bankar upp á hjá Sólness.
Hún kemur ofan af fjöllum eins og ímynd hins frjálsa lífs með farmannshúfu
á kollinum. Húfan minnir á hafið og tengir hana því og er því einnig
frelsistákn. Sólness verður að játa sig sigraðan af æskuljómanum, sem af
henni stafar. Það verður ljóst, er hann tekur við húfunni hennar og bak-
pokanum, en í rauninni fær hann hvorttveggja að láni. I síðasta þættinxnn,
sem sker úr um gildi þessa leikrits, er það leiksviðsbúnaðurinn, sem mjög
veltur á. í garðinum sjást há tré, en þau eru gömul - eins og Sólness er
sjálfur orðinn. Umhverfis garðinn er óhirðulegt gerði, sem er allt að grotna
niður. Ungdómurinn getur því óhindrað ráðizt inn í landareign bygginga-
meistarans. Kransinn, sem Sólness hyggst festa upp, er tákn ástar þeirra
Hildu sem nú er fullkomnuð. Einnig í þessu leikriti er skýrt tákn dauðans
- sjal, sem Hilda veifar. Fyrr í leiknum er eitthvað gefið í skyn um sjalið
og um líkklæði. Þetta leiðir hugann að sjali Rebekku í Rosmersholm, sem
hún er að hekla og lýkur loks við. Það vísar fram að hápunkti leiksins, er
101