Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 33
Tímabil tötraborgaranna
birta skoðanir flokksins um íslenzkan landbúnað í þá veru að það sé þjóð-
hagsleg nauðsyn, að landbúnaður verði aflagður, hann sé þjóðarbúinu of dýr
og bændur séu svo fáir, að auðvelt yrði að koma þeim annars staðar fyrii4.
Þessháttar kenningar falla ágætlega að stefnu tötraborgara, en réttmæti þeirra
er vægast sagt mjög vafasamt. Þótt ekki verði grætt á landbúnaði eins og húsa-
braski, okri og ýmsum vafasömum fjármögnunarfyrirtækjum lögfræðinga
Sjálfstæðisflokksins, lifir drjúgur hluti þjóðarinnar á landbúnaði beint og
óbeint. Það sem fyrrum var unnið úr landbúnaðarvörum út um sveitir, er nú
að mestu unnið í bæjum, úrvinnsla hráefnisins fer þar fram og er vert að
hafa það í huga, þegar einfeldningslegar langlokur um landbúnaðarmál birt-
ast í Morgunblaðinu. En forusta Sjálfstæðisflokksins og vilsmunaverurnar við
Morgunblaðið taka öllum slíkum skrifum með þökkum.
Stefna Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum er hlið-
stæða við stefnu evrópskra og bandarískra kapílalista í þróunarlöndunum.
Þróunarþjóðum er haldið á hungurstiginu og hráefni þeirra keypt fyrir sem
lægst verð, síðan er unnin dýrmæt vara úr sömu hráefnum sem seld er með
okurálagningu. Sjálfstæðisflokkurinn rekur samskonar slefnu gagnvart bænd-
um og sjómönnum, þeir eiga að gegna hlut\'erki þróunarþjóða hér á landi,
hráefni það sem þeir framleiða og veiða, skal keypt á sem allra lægstu verði
og síðan unnin úr því vara, sem máttarstólpar Sjálfstæðisflokksins græða á.
En höfuðmarkmið flokksins í atvinnuefnum er þó erlendur verksmiðjuiðn-
aður hér á landi og þjónustugreinar við hann. Að þessu var unnið þau tólf
ár, sem flokkurinn var við völd ásamt fylgihnelti sínum, Alþýðuflokknum.
Afstaða flokksins til utanríkismála markaðist af þessari stefnu, reynt var
að tengja íslenzka ríkið og þjóðina erlendum aðilum og veita þeim sem bezta
aðstöðu hér. Herstöðvamálið varð því fjöregg flokksins, erlent varnarlið og
náin efnahagsleg og pólitísk tengsl við það var einn þátturinn í því að tengja
landsmenn alþjóðlegu auðmagni og síðast en ekki sízt réttlætti þessi stefna
tilveru Sjálfstæðisflokksins, aflaði honum og forustuliði hans, tötraborgur-
unum, þeirrar sjálfsréttlætingar, sem hann og þá skorti svo mjög og þeir
gátu ekki fundið í stöðugri sjálfstæðisbaráttu smáþjóðar. Tal forustuliðsins
um „samstöðu með öðrum lýðræðisþjóðum“ er trúarjátning flokksins og
höfuðréttlæting tilveru hans, en það þýðir í raun afsal sjálfstæðis þjóðarinn-
ar, sem minnstu munaði að yrði að veruleika. Rússagrýlan var óspart notuð
til að vekja ótta meðal óbreyttra liðsmanna hans og nauðsyn varnarliðsins
var gerð að trúaratriði. Hver myndi stefna flokksins verða í varnarmálum,
ef landsmenn þyrftu að borga kostnaðinn af varnarliðinu? Myndi hann þá
23