Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 80
Tímarit Máls og menningar
Gyðingar fyrir trú sína, en ekki þjóðernislegan uppruna. Sá sem ferðazt
hefur um ísrael í dag, sér þar hinar ólíkustu manngerðir: indverska Gyð-
inga, arahíska Gyðinga frá Jemen, dökkeygða og dökkliærða Gyðinga frá
blökkumannahverfum New York-borgar, rauðhærða og bláeygða Gyðinga
frá Vín eða Þýzkalandi, og svona mætti lengi telja. Gyðingdómurinn var
um margar aldir álirifaríkt og voldugt afl í heimi trúarbragðanna - og er
raunar enn í dag - og ávann fjölda trúskiptinga, þótt hann hafi nú löngu
látið dótturtrúarbrögðum sínum, Kristindómi og Islam, það eftir að starfa
að trúboði. Eitt frægasta dæmi um sigra Gyðingdómsins á trúboðsakrinum
er það, að Kazarar, tyrknesk-mongólsk þjóð, tók Gyðingatrú á miðri 8. öld.
Konungur þeirra, Búlan, ásamt furstum sínum og undirsátum gerðist á þeirri
stundu Gyðingur sem hann lét umskerast og gekk lögmáli Gyðingdómsins -
tórunni - á vald. Kazarar héldu trú sinni um margar aldir, en hverfa síðan
af sjónarsviðinu í innrásum Tatara á landsvæði þeirra við Volgu á 13. öld.
- Þetta er aðeins eitt sögufrægt dæmi mn það, hvernig hægt er að verða
Gyðingur án allra tengsla í blóði eða menningarerfðum.
Það fór heldur ekki hjá því, að Gyðingar blönduðust þeim þjóðum, sem
þeir dvöldust með öldum saman, einkum á þeim tímum er friður ríkti og
umburðarlyndi og sönn mennska einkenndi samskipti fólks. Prófessor Com-
as, sem fyrr var nefndur, hefur bent á það, að af hverjum 100 hjónaböndum
Gyðinga í Þýzkalandi á árunum 1921-1925, voru 58, þar sem bæði hjónin
voru Gyðingar, og 42, þar sem annað hjóna var Gyðingur en hitt ekki.
Þannig voru árið 1926 hrein gyðingahjónabönd í Berlín 861, en blönduð
hjónabönd 554. „Þessar tölur tala sínu máli,“ segir prófessor Comas, „eink-
um þegar það er haft í huga, að mikill hluti þessara „hreinræktuðu“ Gyð-
inga voru Gyðingar af trúarlegum ástæðiun en ekki fyrir erfðir, né höfðu
þeir neitt sérlegt „semitiskt“ yfirbragð.“ Enn fremur má benda á það, að
49% pólskra Gyðinga eru ljóshærðir en 51% dökkliærðir, 32% þýzkra Gyð-
inga eru ljóshærðir, og 30% af Vínargyðingum eru bláeygðir. - Allt ætti
þetta að sýna fram á, að Gyðingar eru alls enginn kynþáttur og ekki heldur
þjóð í venjulegum skilningi þess orðs. Sérstaklega er það einkennandi fyrir
rússneska og þýzka Gyðinga, að hjá þeim finnast engin semitisk séreinkenni.
I hinu mikla uppsláttarriti um Gyðingdóminn og Gyðinga: The Standard
Jewish Encyclopedia, útgefnu í London 1966, er orðið Gyðingur skýrt á
þá lund, að það sé sá er aðhyllist Gyðingatrú. Ekki fullnægði slík skýr-
greining þeim Gyðingi sem frægastur hefur orðið síðan Maimonides leið,
Albert Einstein. Hann skrifar í grein um þetta efni árið 1938: „Hvað er
70