Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 28
Tímarit Máls og menningar
lagi og með mögnun Rússagrýlunnar tókst að tengja landsmenn hernaðar-
blokk og koma hér upp herstöð í þágu Bandaríkjanna.
Um það leyti sem þetta gerðist og síðan var og hefur verið unnið sleitu-
laust að því að sætta landsmenn við orðinn hlut með margvíslegum og
linnulausum heilaþvotti hæði með grófustu aðferðum og þeim ísmeygileg-
ustu. Megináherzlan hefur verið lögð á það að ná tökum á borgarastéttinni,
en meðal hennar eru helzt þeir aðilar, sem ráða yfir nokkru fjármagni.
Einnig hefur verið reynt að ná svipuðu tangarhaldi á menntamönnum og
listamönnum. Aðferðirnar eru beinn áróður blaða á snærum tötraborgara og
stöðlun íslenzkra smáborgara í ýmiskonar klúbbum eða félögum. Stöðlunin
sem unnið er að í klúbbunum hefur reynzt drýgst til skoðanamótunar í þágu
þjóðvillinga og húsbænda þeirra bandarískra. Frímúrarastúkur voru stofn-
aðar hér á landi skömmu eftir fyrri heimsstyrjöld, samtök þessi urðu hags-
munasamtök kaupsýslumanna og stefndu að því „að efla samkennd meðlim-
anna og koma þeim til nokkurs þroska“. Andleg viðleitni og fullkomnunar-
leit meðlima stúkanna hlaut að miðast við andlega getu þeirra og hamlast
nokkuð af eðli þeirrar atvinnu, sem flestir meðlimanna stunduðu. Frímúr-
arareglan var þó ekki talin svo vafasöm, að ástæða þætli til að hanna hana
sem alþjóðlegan félagsskap, sem setti hollustu við félagsskapinn ofar hollustu
við þjóð og ríki, þótt Jónas Jónsson frá Hriflu hefði það við orð. Félags-
skapur þessi var nokkuð lokaður, þar til miklar hyggingarframkvæmdir
hófust á vegum reglunnar, sem urðu til þess að tekið var að hleypa fleirimi
inn en gömlum frímúrurum þótti við hæfi. En færri komust að en vildu og
svo var víðar en hér á landi. Eftir að „Grand Orient“ fluttist frá París til
New York snemma á stríðsárunum síðari, urðu engilsaxnesk áhrif sterkari
innan reglunnar og síðar hreinbandarísk.
Flestallir þeir klúbbar sem sprottið hafa upp hér fyrir og eftir miðbik
þessarar aldar eru bandarískir, þótt alþjóðlegir séu að nafni til. Klúbbar
þessir eru einkum ætlaðir smáborgurum, svo sem Kiwanis, Rotary og Lions
klúbbar, og ýmsir þeir, sem þeir góðu frímúrarar vildu ekki nýta, fundu þar
skjól, einkum framan af. Allir eru þessir klúhbar sama marki brenndir, þeir
vinna að því að staðla félagana í þá átt, sem móðurklúbbarnir í Bandaríkjun-
mn telja sína manngildishugsj ón. Þessu fylgir ísmeygilegur áróður um ágæti
bandarískra lifnaðarhátta og smekks ásamt andlegu fóðri, sem kostar hóf-
lega áreynslu að tileinka sér. Mikil áherzla er lögð á kynningu „bandarísks
lýðræðis og athafnafrelsis“ og þá hæltu sem lýðræðissinnuðum þjóðum staf-
ar af þeim þjóðum og stefnum, sem vinna i andbandarískum anda. Baráttan
18