Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 90
Tímarit Máls og menningar
arinnar var að tryggja Gyðingum skjól og öryggi gegn útrýmingaræði -
pogroms - líku því er átti sér stað af hálfu ráðþrota stjórnvalda rússneska
zarsins eða þjóðarmorði þýzku nazistanna. Gyðingar skyldu lifa sem frjáls-
bornir menn, allir múrar miðaldaghettóanna - Gyðingahverfanna - skyldu
brotnir. - I stað þess að ná þessu marki hafa þeir gert Israelsríki að nútíma
þjóðarghettói, sem umkringt er óvinum á allar hliðar, og verður að setja
allt sitt traust á her og vígvélar og pólitískan og fjárhagslegan stuðning hins
handaríska heimsveldis í vestri. Zionisminn hefur orðið að leita sér skjóls
hak við falskenningar kynþáttastefnunnar - erkióvinar Gyðingdómsins - í
tilraunum sínum til að sanna rétt sinn til Landsins helga. Raunar ætti það
að vera öllum ljóst, að það er harðla ósennileg saga, að loks eftir 1900 ár
skyldi fundin þessi lausn á svo gömlu vandamáli sem ZionistarsegjaGyðinga-
vandamálið vera, með því að flytja alla Gyðinga til Palestínu. Menn liljóta að
spyrja, livers vegna í ósköpunum Gyðingar hafi aldrei reynt í öll þessi 1900
ár að snúa aftur til Palestínu. Hvers vegna var nauðsynlegt að bíða í 1900
ár eftir spámanninum Herzl, til þess hann mætti sanna Gyðingum slíka nauð-
syn? Og hvers vegna skyldi hafa verið litið á alla fyrirrennara Herzls sem
falsspámenn? Einn þeirra var hinn frægi Zabbatai Zevi, er tilkynnti trú-
bræðrum síniun það í synagógu Gyðinga í Smyrna 1665, að hann væri sá
Messías er lýðurinn vænti, og tók hann að undirbúa heimkomu Gyðinga úr
dreifingunni. Hvers vegna skyldi hann og fleiri hafa verið reknir úr samfé-
lagi Gyðinga sem falsmessíasar? Boðskapur lians og þeirra var þó hinn sami
í meginatriðum og Theodors Herzls. Við slíkum spui'ningum eiga Zionistar
ekki gild svör. „Draumurinn um Zion“ hefur löngum aðeins verið draumur.
Trúarleg þrá mannsins til gullinnar fortíðar eða utopiskrar framtíðar fær
sína svölun í slíkum draumsjónum samkvæmt eðli sínu. En þegar slíkir draum-
ar skulu gerðir að veruleik og sviðsettir á okkar jarðneska plani, reynast
þeir oft verða að martröð. Og draumsjón Zionismans er orðin að martröð,
ekki aðeins Gyðingum sjálfum, lieldur einnig nágrönnum þeirra öllum. -
Sannleikurinn er sá, að allt tal Gyðinga um að hverfa aftur lil Zion og
landsins helga hefur um aldir verið óháð öllmn veruleik, hefur verið eins
konar liturgisk draumsýn. Hinn gyðinglegi kráreigandi eða smábóndi í
Póllandi á 16. öld hafði ekki meiri áhuga á að hverfa raunverulega aftur til
Palestínu en hinir amerísku millj ónamæringar Gyðinga í dag. — Gyðingar
liafa af hiturri reynslu rekið sig á það, að fals-messíasar þeirra leiddu yfir
þá ógæfu fyrr en síðar; því hafa þeir snúið baki við þeim öllum. Herzl er
þeirra síðastur - og það er skoðun margra frjálslyndra trúarleiðtoga Gyð-
80