Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Blaðsíða 27
Siglaugur Brynleifsson
Tímabil tötraborgaranna
Eins og vikið hefur verið að í fyrri samantektum,1 voru forsendurnar
fyrir uppkomu íslenzkra tötraborgara fyrir hendi þegar skömmu eftir alda-
mótin síðustu, þótt áhrifa þess hluta borgarastéttarinnar á íslenzkt samfélag
tæki ekki að gæta verulega fyrr en um og eftir stofnun lýðveldisins 1944.
Lýðveldisstofniminni var tekið af heilum hug af meginþorra landsmanna,
en það mátti kenna síðar, að annarlegar hvatir réðu afstöðu viss hóps ís-
lenzkra stj órnmálamanna til lýðveldisstofnunarinnar, en meðal þeirra voru
sumir mestir „húrrapatríótar“ 1944. Stefna þessara manna í utanríkismálum
nokkrum misserum síðar vakti efasemdir um heilindi þeirra. Það var því
líkast sem einhver myrkraöfl hefðu stutt að sambandsslitum og lýðveldis-
stofnun í þeim tilgangi að tengjast erlendu stórveldi í eigin ágóðaskyni, þótt
það væri gagnstætt meginhluta þjóðarinnar. Fyrst í stað villtu þessi öfl á
sér heimildir eins og frekast var fært, en unnu því markvissara að því að
forheimska landsmenn með moldviðrisáróðri og reyndu á þann hátt að afla
hljómgrunns fyrir sem nánustum tengslum við húsbændur sína. Fljótlega kom
á daginn hverjir þar fóru, mestan part tötraborgarar og sporgöngumenn
þeirra, sem ýmist höfðu látið ánetjast forheimskunaráróðrinum eða voru
haldnir þessháttar pólitískri blindu, að öll hlutföll röskuðust. Hafin var her-
ferð gegn andmælendum utanríkisstefnu tötraborgara. A árunum 1944-
48 aukast mjög tengsl kaupsýslubraskara og óprúttinna pólitíkusa, og utan-
ríkisstefnan einskorðast við hagsmuni beggja.
Ungæðisháttur, rótleysi og menningarleg lágkúra íslenzkrar borgarastéttar,
auk stéttarlegrar réttlætingarþarfar (sem verður alltaf höfuðstoð hverrar
stéttar og hvers samvirks hóps eða félags) og fortíðarleysis hennar, gerði
mikinn hluta hennar auðvelda bráð þeirra afla, sem hugðust tengja lands-
menn og land erlendu stórveldi. Með áróðri fyrir þátttöku í hernaðarbanda-
1 „Miðöld og nútími í íslenzku samfélagi“, TMM 2. hefti 1970, „Arftakar miðaldamór-
als“, TMM 1. heíti 1971.
2tmm
17