Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Side 27

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1973, Side 27
Siglaugur Brynleifsson Tímabil tötraborgaranna Eins og vikið hefur verið að í fyrri samantektum,1 voru forsendurnar fyrir uppkomu íslenzkra tötraborgara fyrir hendi þegar skömmu eftir alda- mótin síðustu, þótt áhrifa þess hluta borgarastéttarinnar á íslenzkt samfélag tæki ekki að gæta verulega fyrr en um og eftir stofnun lýðveldisins 1944. Lýðveldisstofniminni var tekið af heilum hug af meginþorra landsmanna, en það mátti kenna síðar, að annarlegar hvatir réðu afstöðu viss hóps ís- lenzkra stj órnmálamanna til lýðveldisstofnunarinnar, en meðal þeirra voru sumir mestir „húrrapatríótar“ 1944. Stefna þessara manna í utanríkismálum nokkrum misserum síðar vakti efasemdir um heilindi þeirra. Það var því líkast sem einhver myrkraöfl hefðu stutt að sambandsslitum og lýðveldis- stofnun í þeim tilgangi að tengjast erlendu stórveldi í eigin ágóðaskyni, þótt það væri gagnstætt meginhluta þjóðarinnar. Fyrst í stað villtu þessi öfl á sér heimildir eins og frekast var fært, en unnu því markvissara að því að forheimska landsmenn með moldviðrisáróðri og reyndu á þann hátt að afla hljómgrunns fyrir sem nánustum tengslum við húsbændur sína. Fljótlega kom á daginn hverjir þar fóru, mestan part tötraborgarar og sporgöngumenn þeirra, sem ýmist höfðu látið ánetjast forheimskunaráróðrinum eða voru haldnir þessháttar pólitískri blindu, að öll hlutföll röskuðust. Hafin var her- ferð gegn andmælendum utanríkisstefnu tötraborgara. A árunum 1944- 48 aukast mjög tengsl kaupsýslubraskara og óprúttinna pólitíkusa, og utan- ríkisstefnan einskorðast við hagsmuni beggja. Ungæðisháttur, rótleysi og menningarleg lágkúra íslenzkrar borgarastéttar, auk stéttarlegrar réttlætingarþarfar (sem verður alltaf höfuðstoð hverrar stéttar og hvers samvirks hóps eða félags) og fortíðarleysis hennar, gerði mikinn hluta hennar auðvelda bráð þeirra afla, sem hugðust tengja lands- menn og land erlendu stórveldi. Með áróðri fyrir þátttöku í hernaðarbanda- 1 „Miðöld og nútími í íslenzku samfélagi“, TMM 2. hefti 1970, „Arftakar miðaldamór- als“, TMM 1. heíti 1971. 2tmm 17
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.